Af kyntröllum ;-)

Öll mín systkini og foreldrar, eru hávaxið og grannt fólk, langt aftur í ættir. Ég aftur á móti, er aðeins minni og ekki alveg eins grönn. Stærðarmælirinn hjá okkur systkinum í gamla daga var mamma, það var keppikefli að vera orðin eins stór og hún, fermingarárin okkar. Ég náði því aldrei alveg, (er samt næstum því einn og sjötíu) og hef oftar en ekki fengið að heyra það frá mínum elskulegu, allt of stóru systkinum, hvað ég er lítil Tounge Hér á árum áður, þegar ég var nú aftur orðin ein og á meðan ég nennti að kíkja út á lífið, fór ég mest út með systrum mínum. Það brást ekki, að þegar við sátum við borð á einhverjum af veitingastöðum Slow town, þyrptust alltaf að karlmenn, eins og flugnasveimur. Þetta hljómar eins og byrjun á ógeðslegu grobbi, en bíðið við! Á meðan systur mínar fengu þvílíka daðrið, hrósið fyrir útlitið og þessi gassalegu tilboðin um hitt og þetta, sem átti örugglega að vera bæði rómó og skemmtilegt, frá ungum, myndarlegum, flott klæddum kyntröllum, sat ég og fékk spurningar eins og : "Hurrðu hikk, hefurðú ekki einhverntímann, hikk, borið út Moggann í Síðuhverfi, ha"? frá litlum svona korter í þrjú köllum, í krumpuðum appelsínugulum jakkafötum með græn bindi og sveittan skalla. Og þegar ég var, í tryllingi, að reyna að fela mig undir borði eða stíga jafnvel óvart ofan á spyrilinn og drepa í honum, voru systur mínar í óðaönn að reyna að berja frá sér kyntröllasveiminn. Af einhverjum ástæðum sem mér eru ekki kunnar, virtist ég nú samt skemmta mér meira en þær, yfir þessu öllu saman. Það byggist nú líklega að einhverju leiti á þeirri staðreynd, að ég hef aldrei haft neina minnimáttarkennd gagnvart systrum mínum, mér þykir ógurlega vænt um þær og finnst þær alveg jafnflottar og ég Wink  Fyrir 3 dögum var hérna 20 stiga hiti, núna er 2 stiga hiti og snjókoma ! Þetta er alveg innilega íslenskt veðurfar! Eigið góðan dag í öllum veðrum Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Evudóttir

Maður flissar bara og ýlir og gólar alveg í tætlur, , þú ert alveg margar milljónir kona!

Erna Evudóttir, 4.5.2007 kl. 08:45

2 identicon

Uss gamna að lesa þetta hjá þér og þetta með að vera minni en systur þínar gerir þig ekki að verri konu það er til dæmis styttra í góða skapið og svoleiðis he he he Kv úr sól og hita

Jens Hjelm (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 10:21

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þúsund þakkir = 500 handa hvoru ykkar

Jónína Dúadóttir, 4.5.2007 kl. 11:46

4 Smámynd: Birna Dúadóttir

Þú ert perla,ég er að lesa þetta í vinnunni og fólkið í búðinni horfir bara á fíflið þar sem hún hlær eins og asni um leið og hún starir á tölvuna

Birna Dúadóttir, 4.5.2007 kl. 14:02

5 Smámynd: Birna Dúadóttir

Er hann Jens eitthvað að gera að því skóna að það sé lengra í góða skapið hjá okkur hinum

Birna Dúadóttir, 4.5.2007 kl. 20:34

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

 Já í sentimetrum heillin góð

Jónína Dúadóttir, 5.5.2007 kl. 05:54

7 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

Þú ert FRÁBÆR!!!

Jóhanna Pálmadóttir, 5.5.2007 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband