Jahhá, mikill andsk...munur hlýtur það nú að vera !

"Rosalegur munur hlýtur það nú að vera, að geta bara setið í hjólastól og látið keyra sig út um allt" ! Þetta er, í fúlustu alvöru, setning sem ég heyrði manneskju segja, mjög nýlega. Fullorðna manneskju, sem ætti að öllu eðlilegu að hafa eitthvað á milli eyrnanna, er sem sagt ekki "greind" með neins konar andlega fötlun að neinu leiti, ekki af fagfólki minnsta kosti. Mín greining á manneskju, sem getur látið svona út úr sér í vitna viðurvist : má ekki skrifa það, það er svo ljótt ! Jahhá, mikill andskotans munur hlýtur það nú að vera að þurfa að láta keyra sig út um allt, geta ekki gengið, geta ekki klætt sig með góðu móti, geta ekki erfiðislaust farið á klósettið, hafa ekki aðgang að hinum og þessum stöðum og byggingum, sem maður þarf eða bara langar að heimsækja, geta ekki gert allt sem mann langar til líkt og aðrir geta og geta alls ekki staðið upp úr helv...stólnum ! Og vera þar að auki alltaf blankur, vegna þess að maður getur ekki unnið og Guð forði öryrkjum frá því að hafa það of gott ! Svona má lengi telja. Mikill andskotans munur hlýtur þetta nú að vera! Ég var svo, í mínum einfeldningshætti, viss um að svona steinaldarhugsunarháttur væri löngu gleymdur og grafinn, en hann virðist þá greinilega blunda einhversstaðar. Það er alveg ótrúlegt að við, sem erum fullfrísk og eigum að vera með hausinn svona í sæmilegu lagi, skulum ekki kunna að meta það nógu mikið hvað við höfum það ofsalega gott. Hvað við erum svakalega heppin, að vera til dæmis ekki bundin við hjólastól ! Eigið góðan dag, með þessa hugsun í kollinumSmile 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Heldurðu að það væri munur mar!það er bara ekki í lagi með sumt fólk

Birna Dúadóttir, 5.5.2007 kl. 09:09

2 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

nei, djöfull væri það nú þægilegt líf! Eða hitt þó!!! Eeeen allir geta nú ekki verið með jafn mikið í hausnum og við...

Jóhanna Pálmadóttir, 5.5.2007 kl. 12:02

3 Smámynd: Erna Evudóttir

Nei við verðum nú að átta okkur á því að svo miklar kröfur er ekki hægt að gera á sumt fólk að það hafi eitthvað á milli eyrnanna

Erna Evudóttir, 5.5.2007 kl. 13:09

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Nei það væri allt of mikil frekja

Jónína Dúadóttir, 6.5.2007 kl. 11:48

5 Smámynd: Birna Dúadóttir

Ég hef þurft að notast við hjólastól á sjúkrahúsi,í skamman tíma.Það var ekki skemmtileg lífsreynsla og ég get bara ekki ímyndað mér hvernig það er að komast ekki upp úr honum.Sumt fólk er fífl

Birna Dúadóttir, 6.5.2007 kl. 17:04

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hef líka þurft að nota þannig faratæki, en ég vissi alveg að það var bara tímabundið og ég gat alveg staðið upp. Það er til fólk sem mér finnst að ætti stundum ekki að fá að ganga laust

Jónína Dúadóttir, 6.5.2007 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband