Heyrir einhver í mér ?

Ég skrifaði tvisvar í gær og svo einu sinni í morgun um fyrirlestur, sem ég fór á í vetur. Það var eitthvað bilað á síðunni minni og færslurnar týndust hver af annari. Blush Nú á að vera búið að gera við, svo ég reyni aftur. Það sem ég skrifa og týnist, hlýtur auðvitað að vera miklu dýpra og gáfulegra en allt það sem mér tekst að birta. Gefur auga leið, rétt eins og það eru alltaf stærstu laxarnir sem sleppa hjá stangveiðimönnunum. En ég ætla ekkert að skrifa svo mikið núna, er í matarhléi í vinnunni og þarf að græja eitt herbergi í gistiheimilinu og fara svo aftur í vinnuna. Þegar ég kem heim aftur, um kaffileitið, ætlum við að klára að setja parkettið á stofuna. Þá þarf að mála og af því að ég er að vinna kvöldvinnu alla þessa viku, sér "iðnaðarmennirnir mínir" algerlega um það verk. Að því loknu, verður hægt að fara að gera þessa íbúð nokkurnveginn íbúðarhæfa aftur Tounge  Eigið góðan dag Smile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Evudóttir

Er nokkuð búin að fá greiningu, þú veist ertu nokkuð ofvirk og þarft að fá Rítalín eins og vissir ættingjar þínir? Just wondering

Erna Evudóttir, 7.5.2007 kl. 14:44

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Why ?

Jónína Dúadóttir, 7.5.2007 kl. 16:29

3 Smámynd: Erna Evudóttir

Þú ert alltaf að gera eitthvað, það er annað en ég sem geri helst ekkert nema að ég neyðist til þess! Nú og það er víst bara einn ættingi þinn sem er víst ofvirk og fékk Rítalín við því, nenni alveg að ýkja aðeins!

Erna Evudóttir, 7.5.2007 kl. 18:17

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Já, já, reyndu bara að segja mér að 5 barna mæður, mestmegnis einar, geri ekki neitt

Jónína Dúadóttir, 7.5.2007 kl. 21:44

5 Smámynd: Birna Dúadóttir

Elskan mín,þær nenna engu

Birna Dúadóttir, 7.5.2007 kl. 23:22

6 Smámynd: Erna Evudóttir

Ligg bara uppí sófa og hef það gott!

Erna Evudóttir, 8.5.2007 kl. 06:25

7 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

Já, trúið mér, hún gerir það, ég hef séð það!!!

Jóhanna Pálmadóttir, 8.5.2007 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband