Smá pása ;-)

Jæja, núna eigum við stofu með viðeigandi og ásættanlegu gólfefni, að okkar mati. Á einföldu máli, við erum búin að leggja parketið á stofugólfið. Við vorum að klara áðan ! Æðislegt ! GrinÞá er bara að mála veggina, setja loft og gólflista, hengja upp ljósin og þrífa, gera hreint og snurfusa og byrja að týna húsgögnin smámsaman inn aftur, en það verður líklega ekki gert í kvöld, letin er alveg að drepa okkur, er það ekki ? Wink Og bíða svo eftir nýja glugganum sem kemur eftir ca 4 vikur, með skipi frá Eistlandi, þar sem hann er smíðaður. Þetta er allt að koma ! Þetta verður (vonandi) búið um miðjan júní, svo við getum farið að njóta sumarsins, sem þá verður vonandi mætt á svæðið. Það er svo kominn tími á það ! Bíð góða nótt, sofið vært og dreymi ykkur velSmile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Til hamingju með nýja gólfið.Ætlarðu ekki bara að nota það spari

Birna Dúadóttir, 7.5.2007 kl. 23:28

2 Smámynd: Erna Evudóttir

Bara á jólum og páskum

Erna Evudóttir, 8.5.2007 kl. 06:26

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ójú jú þið eigið nú eftir að komast að því þegar þið mætið á svæðið !

Jónína Dúadóttir, 8.5.2007 kl. 06:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband