Brrrrr.......

Íslenska vorið lætur ekki að sér hæða. Það er kalt og þungskýjað og kalt og éljagangur og kalt og bara meira kalt úti. Gróðurinn sem var kominn vel á veg í hitabylgjunni um daginn, veit ekkert hvaðan á hann stendur veðrið, hvort það er komið haust aftur eða hvort hann á að halda áfram að vaxa. Skil hann vel, ég er ekki alveg með þetta á hreinu heldur. Eitt er ég þó með á hreinu, að hér inni hjá okkur þarf að ryksuga ryk, sópa ryki, þurrka af ryk og þvo í burtu ryk. Það er sem sé allt undirlagt af ryki, ef það fer eitthvað á milli mála. Tounge Ég er, mitt í öllu rykinu, að reyna að finna í mér einhverskonar spenning fyrir næstu helgi, gengur treglega, líklega svo þykkt ryklag þar líka. Það eru svo ótalmargir að hlakka til Evrovision og kosningadagsins, ekki endilega í þeirri röð samt. Ég er búin að hlusta á flestöll lögin og ekkert sem heillar mig meira en annað, mér finnst lagið sem Eiríkur syngur vera gott lag, burtséð frá söngvakeppninni, samt skemmtilegra með íslenska textanum. Ég er líka búin að hlusta á flest, sem frambjóðendur hafa fram að færa og líkt og með söngvakeppnina, þar er ekkert sem heillar mig meira en annað. Samt hlakka ég til helgarinnar eins og allra annarra daga. Ég heilaþvoði sjálfa mig hérna á árum áður í sambandi við vinnuvikuna. Mánudagarnir eru fínir, þá kem ég vel hvíld undan helginni, þriðjudagarnir ágætir líka þetta með helgarhvíldina er þá enn að virka, miðvikudagurinn er alveg ágætur þá er vikan hálfnuð, fimmtudagurinn lofar góðu þá er bara eftir einn dagur fram að tveggja daga fríi og um föstudaginn þarf ekki að fara mörgum orðum, þá er vinnuvikan búin. Þessi heilaþvottur, sem í rauninni er mín prívat  "rassvasasálfræði", virkar ennþá vel á mig, meira að segja þó ég sé farin að vinna alltaf aðra hvora helgi. Eigið góðan dag og finnið alltaf eitthvað til að hlakka til, það er svo fj... hollt fyrir sálinaSmile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

Pollýanna!!!

Jóhanna Pálmadóttir, 10.5.2007 kl. 15:42

2 Smámynd: Birna Dúadóttir

Hey þarftu ekki að stokka eitthvað upp þar sem þú ert farin að vinna aðra hvora helgi heillin,Pollyanna,væna,ha

Birna Dúadóttir, 10.5.2007 kl. 22:34

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jú sko, ég veit að þetta hljómar kannski ekki alveg eins og flestir mundu láta út úr sér, en mér finnst bara svo gaman í kvöldvinnunni

Jónína Dúadóttir, 11.5.2007 kl. 07:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband