Eða bara eitthvað........

Nú er ég í síðum sk..., ég er búin að týna myndavélasnúrunni minni. Það þýðir, að ég get ekki sett inn myndir af vélinni inn á tölvuna. Það er alveg hægt að finna snúruna einhversstaðar undir tommu þykku lagi af ryki, en ég veit bara ekki hvar ég á að byrja að leita. Hún er örugglega á síðasta staðnum sem mér dettur í hug að leita á, sem er b.t.w. mjög rökrétt, vegna þess að varla held ég nú áfram að leita á fleiri stöðum, eftir að ég er búin að finna hana. Svakalega er ég fersk, að fatta þetta, alveg hjálparlaust og það löngu fyrir hádegi... Ég fór í klippingu í gærmorgun, búin að vera hjá sama klipparanum í nokkur ár og alltaf jafnánægð með árangurinn. Ekki bara þegar ég lít í spegilinn á stofunni hans áður en ég labba út, líka daginn eftir, það er klassi. Í morgun þegar ég fór á fætur, varð ég samt skelfingu lostin, þegar ég leit í spegilinn, sem gerist nú svona yfirleitt ekki. En á meðan ég svaf hafði ég umhverfst og leit út nákvæmlega eins og ég get hugsað mér að Einstein gamli heitinn hafi litið út, á slæmum degi. Allt þetta rándýra sullumbull sem klipparinn minn snjalli, lét í hárið á mér í gær, virkaði fínt, þangað til í morgun. Einhvern tímann spurði ég hann af hverju í ósköpunum það þyrfti að setja allt þetta sprey og froðu og gel og vax og hvaðeina, í hárið á mér í hvert skipti, þegar ég panta bara eina einfalda klippingu. Hann glotti ógeðslega og sagði það vera til þess, að ég sæi ekki fyrr en ég væri löngu búin að borga, hvað hann hefði klippt mig illa. Svona eiga sýslumenn að vera ! Hér í Slow town er alveg sérstök tegund af vori, með éljagangi í 0 gráðu "hita" ! Eigið góðan dag Smile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Evudóttir

Ég er stundum með hárgreiðsluna hennar Tinu Turner þegar ég vakna á morgnana, veit ekki hvaða hárgreiðslu hún hefur þá morgna, vona bara að hún sé ánægð með hana

Erna Evudóttir, 11.5.2007 kl. 16:43

2 Smámynd: Birna Dúadóttir

Sko talandi um slæma hárdaga,mínir morgnar eru alltaf hræðilegir.Leysti það með því að hafa alltaf bursta eða húfu við rúmið,svo ég fái ekki taugaáfall þegar ég lít í spegilinn.Var að hugsa fyrst um að taka spegilinn bara af veggnum,ha

Birna Dúadóttir, 11.5.2007 kl. 20:05

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Það mundi óhjákvæmilega framkalla bros, að vakna með ykkur á morgnana 

Jónína Dúadóttir, 12.5.2007 kl. 07:26

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

He he..frábær hárgreiðslumaður sem þú hefur....mig hefur lengi grunað þetta með minn en hann myndi aldrei viðurkenna það. Er líka með svo skrítið hár sem er alltaf í flækju á hverjum einasta morgni..ég hef samt tekið upp þann siða að greiða mér aldrei..og það er í raun enginn munur.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 12.5.2007 kl. 07:56

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Það er langbest líka

Jónína Dúadóttir, 13.5.2007 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband