Mér er vandi á höndum. Ég er ekki ennþá búin að ákveða hvað ég ætla að kjósa. Með hverjum held ég ? Sjálfri mér auðvitað, fyrst og fremst, en þar sem ég er ekki stjórnmálaflokkur, þá hefur það enga þýðingu í þingkosningum. Ætti ég kannski að kjósa bara það sama og spúsi minn og hans nánasta slekti ? Æi ég veit það nú ekki, ég rekst eitthvað svo illa í hóp og á það til að synda frekar á móti straumnum. Ég sé mig ekki alveg inni í kjörklefanum, kallandi fram til hans, búin að gleyma hvaða bókstafur hann sagði að það ætti að vera: "Æi, hvar átti ég nú aftur að setja exið Jói minn "? Það er auðvitað bara langflottast að segja að ég ætla að kjósa rétt, sem þýðir í eiginlega bara að það kemur engum við og ég nenni ekki að standa í að rökstyðja það og vera svo ekkert með neitt japl, jaml og fuður. Það sem gerir mér líka svolítið erfitt fyrir er að það hefur enginn komið og gefið mér rós eða blávatn eða blöðru eða nammi, svo hvernig ætti ég þá að geta gert upp hug minn ?
Hm... rósin er falleg, vatnið er hollt, blaðran er skemmtileg og nammið er gott, nei virkar ekki heldur við svona ákvarðanatöku. Í dag er stór dagur hér á Glerá, þó það hafi ekkert verið sagt frá því í fjölmiðlum: við erum að fara að færa húsgögnin aftur inn í "næstum því alveg tilbúnu" stofuna okkar. Glugginn okkar nýi er ekki ennþá kominn, en það sleppur samt fyrir horn í bili, það er alveg gluggi þarna, þó hann sé bæði lítill og ljótur. Eigið góðan og skemmtilegan kosningadag og kjósið nú rétt


Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ja þú hittir kannski allavega einhvern sem þú þekkir á kjörstað, það er alltaf eitthvað! Ég er nú bara að fara með Ívar og Evu í æfingabúðir í aikido og verð þar í dag! Góða skemmtun allir kjósendur
Erna Evudóttir, 12.5.2007 kl. 08:02
Erna ætlar sem sagt að kjósa aikido,Af hverju er það ekki á lista hér
Birna Dúadóttir, 12.5.2007 kl. 09:27
Og ég kýs ekki neitt, fæ ekki að kjósa og er enn í svaka fýlu yfir því!!! Segi það sama um kosningarnar sem ég sagði þegar Eiki komst ekki áfram í Júróvisjón: Mér er sko skítsama hver vinnur þetta!!!
Jóhanna Pálmadóttir, 15.5.2007 kl. 10:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.