Úr einu í annað....

Þá eru kosningarnar afstaðnar og júróvisionið líka og hvoru tveggja fór bara vel, eftir því hver segir frá. Sumir flokkar fengu of mörg atkvæði og aðrir of fá og alveg eins með lögin í söngvakeppninni. Ég nenni ekkert að vera að ergja mig út af því sem er búið. Búið er búið og svo heldur maður bara áfram og gerir eitthvað annað, helst alltaf eitthvað aðeins skemmtilegra. Eins og að halda áfram að dáðst að og laga aðeins meira til í nýju stofunni okkar og vinna líka smá stubb í kvöld. Í dag förum við svo í Síðuskóla á vorhátíðina þar. Fórum líka í fyrra og það var virkilega gaman, þar fáum við að sjá hvað barnabörnin eru búin að vera að brasa í vetur og svo er boðið uppá flott kaffihlaðborð. Þeir eru tveir bræðurnir í þeim skóla og yngsti bróðirinn byrjar svo í haust. Hann sagði mér um daginn að hann er alveg að verða 6 ára, að vísu ekki fyrr en í október, en ekki ætla ég að vera með einhverja smámunasemi. Tími er svo afstæður hjá börnum. Tounge  Það er hið "fínasta" íslenskt vor núna með þeirri undantekningu þó, að það er ekki frost. Ég er ánægð með allt yfir frostmarkiWink  Frábær þessi leiðréttingarpúki hérna í blogginu, mér finnst nefnilega ömurlegt að birta stafsetningarvillur, en það eina sem hann gat sett út á hjá mér er "júróvisionið". Eðlilega ! Eigið góðan sunnudag, það hef ég hugsað mér að gera líkaSmile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Evudóttir

Vonandi hafið þið skemmt ykkur vel í dag með barnabörnunum

Erna Evudóttir, 13.5.2007 kl. 15:05

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Segi bara já, mundi aldrei viðurkenna neitt annað

Jónína Dúadóttir, 13.5.2007 kl. 16:03

3 Smámynd: Birna Dúadóttir

Hvað er þetta með að vinna á sunnudegi

Birna Dúadóttir, 13.5.2007 kl. 22:52

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Vinn aðra hverja viku, 7 daga vikur, á kvöldin sem leynilegur útsendari í félagslegri þjónustu hjá bæjarbatteríinu í Slow town

Jónína Dúadóttir, 14.5.2007 kl. 06:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband