... ég hef mjög lengi verið á þeim stað í lífinu... eða öllu heldur með sjálfa mig... að mér er alveg sama hvað öðru fólki finnst um mig... hvernig ég lít út... hvernig ég klæði mig... hvernig ég hlæ... við hvað ég vinn eða hvað það nú er sem fólki dettur í hug til að setja út á hjá öðrum... Þekki vissulega fólk sem virðist leiðast svo rosalega sitt eigið líf... hlýtur að vera eitthvað þannig... að það veltir sér upp úr annarra lífum... ofsalega leiðinleg tegund og hlýtur að vera erfitt að vera þannig... en það fólk er eitthvað sem ég hef vit á að forðast af jafn mikilli ákefð og að ganga á háhælaskóm, bóna bílinn minn... já og ryksuga... svona svo eitthvað sé nefnt til sögunnar...
Einhvertímann fyrir margt löngu sagði pabbi... þegar ég var að hafa áhyggjur af hvað einhverjum fyndist nú um eitthvað... þá var ég annaðhvort barn eða unglingur: "Ja góða mín, hættu að pæla í því, þér kemur barasta alls ekkert við hvað aðrir hugsa... hefur reyndar ekkert leyfi til þess að vera að skipta þér neitt af því !" Góður punktur sem festist vel í mínu "stundumsamtsvolítiðslitrótta" minni...
Það er samt ein manneskja sem ég tek fullt mark á í sambandi við það hvernig ég er og haga mér í lífinu... og það er ég sjálf... enda eina manneskjan sem hlustandi er á í því sambandi og ef mér finnst ég vera sæmilega góð manneskja og tiltölulega heiðarleg... sem ég virkilega reyni og tekst meira að segja langoftast... þá hef ég ekki áhyggjur... En... það er ekki þar með sagt að ég þurfi ekki af og til að taka í lurginn á mér og hrista mig aðeins til... jújú, meira að segja oft og mörgum sinnum... en það er samt alltaf í góðu sko...
Ég er líka svo lánsöm að hafa erft þann hæfileika að taka sjálfa mig ekki of alvarlega... stóð til dæmis í gærkvöldi niðri í anddyrinu hérna í blokkinni og skellihló að sjálfri mér... mætti nefnilega galvösk á húsfund á slaginu 8 en enginn annar mætti... fannst það svolítið skrítið þangað til ég las tilkynninguna aftur... jú vissulega fimmtudagskvöld en bara í næstu viku... stundum svolítið fljótfær og utan við mig...
Annars góð bara og náttulega búin að steingleyma af hverju mér datt allt í einu í hug að fara að skrifa hér... kannski svo ég þyrfti ekki að halda áfram að mála þennan eina vegg sem ég neyðist til að mála hér í íbúðinni af því að það voru á honum 16 göt eftir eina litla hillu sem ég tók niður... Mér finnst nota bene líka alveg andstyggilega leiðinlegt að mála og finn mér allt annað til að gera frekar en það... enda veggurinn einungis hálfmálaður og búinn að vera þannig í nokkra daga...
En... það lagast... einhvern góðan veðurdag ríf ég upp um mig buxurnar sótúspík og klára þetta...
Vona þið hafið það sem best... alltaf...
Flokkur: Bloggar | 23.10.2015 | 17:21 (breytt kl. 18:08) | Facebook
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Flott hja ter vinkon
Heidur Helgadottir (IP-tala skráð) 23.10.2015 kl. 18:59
Þakka þér fyrir vinkona
Jónína Dúadóttir, 23.10.2015 kl. 20:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.