Taugarnar !

Stundum læt ég eitthvað fara í taugarnar á mér. Og af hverju ekki ? Ég á að vera komin upp úr aðstöðunni, sem ég kom mér að miklum hluta til sjálf í og ekki nógu fljótt úr, á árum áður, að vera helst alltaf með allt á hreinu og passa allt og alla og þá sérstaklega hvaða tilfinningar ég hafði og hvort ég var að sýna þær á réttum tímum eða hvort ég hafði bara yfirleitt leyfi til að hafa þær. Það má alveg eitthvað fara í taugarnar á mér, þegar mér sýnist og hafðu það Ninna litla. Það er líka bara meinhollt, ef maður gerir ekki of mikið af því. Dett stundum í gamla munstrið, en er bara orðin svo flink í "ósvífninni" og "frekjunni" að ég er fljót að koma mér upp úr því aftur. Og nú orðið erum við að tala um sekúndubrot, kæru vinir.Wink Sea Sheperd fer í taugarnar á mér í morgunsárið og þessi kjaftagleiði formaður þeirra samtaka, maður að nafni Paul Watson. Ég velkist ekki í neinum vafa um að eitthvað hafa þessi samtök gert gott í gegnum tíðina, en hóf er best í öllu, líka í ofur náttúruvernd. Þeir hafa eyðilagt afkomu og lífsbjörg fólks, til að mynda á vissum svæðum á Grænlandi, með ofsatrúnni sinni. Fyrir mér er framganga þeirra ekkert betri en ofsatrúarmannanna, sem svo oft er til umræðu í fjölmiðlum og ekki mikill munur þar á. Sumir nota Guð sér til afsökunar, aðrir nota náttúruna. Núna eru þessir háu herrar á leiðinni til Íslands til að stöðva hvalveiðarnar. Mér finnst í sjálfu sér ekkert atriði að stunda hvalveiðar, mér er alveg sama, en mér er ekki sama þegar það koma svona sjálfumglaðir dónar og ætla að stjórna því hvað við gerum hér í okkar landi og láta eins og við séum að skera undan þeim, þeirra prívat og persónulegu fjölskyldudjásn. Annars er allt gott í gangi hér og meira að segja smá sólarglæta úti. Stofan okkar er smart, ef það er ekki horft út í hornið þar sem glugginn á að koma, en það sleppur alveg, það eru 4 horn í stofunniTounge Eigið góðan dag Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

Ohhh...hrefnukjöt...steikt með brúnni sósu og kartöflum...sleeeeef!!! Það hefur Paul Watson örugglega aldrei smakkað, annars væri hann löngu hættur þessu veseni!!!

Jóhanna Pálmadóttir, 15.5.2007 kl. 11:32

2 Smámynd: Erna Evudóttir

Hefur örugglega enginn viljað elda þetta handa honum, grey hann

Erna Evudóttir, 15.5.2007 kl. 13:53

3 Smámynd: Birna Dúadóttir

Elska hrefnukjöt

Birna Dúadóttir, 15.5.2007 kl. 16:41

4 Smámynd: Birna Dúadóttir

Þetta náttúruvæna lið er sumt alveg úti að skí...eða flauta.

Birna Dúadóttir, 15.5.2007 kl. 17:39

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sammála öllu ofansögðu

Jónína Dúadóttir, 16.5.2007 kl. 08:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband