Í gær var næstum því sumar hér á norðurhjara, 9 stiga hiti yfir hádaginn og ekkert voðalega köld norðanáttin. Við notuðum tækifærið til að opna tjaldvagninn í fyrsta skipti, en ekki það síðasta. Við þurftum að hengja upp svefntjaldið og bara læra á þetta, sem var nú svo sem ekki flókið, en samt, við höfðum aldrei komið nálægt svona útbúnaði. Þetta er fín græja og fljótlegt að setja þetta upp og þægilegt að ferðast með aftan í bílnum, létt og lipur. Núna erum við bara tilbúin að fara í útilegu, það er bara eitt sem vantar : gott veður ! Ég fer ekki af stað í útilegur í vondu veðri, ég sé bara ekkert heillandi við það á nokkurn hátt, þá finnst mér betur heima setið en af stað farið. Ég er svo sem ekkert ein um það að bíða eftir góða veðrinu, það bíður allt og vonar, öll íslenska náttúran bara, eins og hún leggur sig. Er þetta ekki að verða svolítið örvæntingarfullt ? Búhú !
Á morgun er frídagur, ekki slæmt. Það er svona "uppstillingardagur", eins og eitt barnanna minna sagði hérna á árum áður. Ég setti inn nokkrar myndir af stofunni, svona smá fyrir og eftir. Við erum verulega ánægð með hana og okkur sjálf auðvitað líka, fyrir allan dugnaðinn
Eigið góðan dag, í allan dag



Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.8.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 173231
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bara snillingar á ferð hvort sem það er í tjaldvagni eða stofubyggingum
! Veðrið hérna er svipað og hjá þér, sumarið hætti bara við held ég
Erna Evudóttir, 16.5.2007 kl. 11:02
Þakka þér fyrir heillin góð, þetta er nefnilega bara gaman
Þetta með sumarið........
Jónína Dúadóttir, 16.5.2007 kl. 15:53
Hm...það er nú sumar hjá mér! 18 stig og sól!
Jóhanna Pálmadóttir, 16.5.2007 kl. 15:57
Hérna fór aðeins að hlýna seinnipartinn, ekki eins hvasst, var í alvöru að hugsa um að taka fram aftur þykka jakkann minn!
Erna Evudóttir, 16.5.2007 kl. 16:31
Hér erum við ennþá með 66 gráður Norður kuldagallana frammi í forstofu
Jónína Dúadóttir, 16.5.2007 kl. 19:37
Hvaðan fékkstu allan þennan útilegufíling?Ég fer ekkert nema það sé hótel í nánd.Hmm einhver skátaduld í gangi
Birna Dúadóttir, 17.5.2007 kl. 01:04
Brýst þessi skátaduld fram bara svona alltíeinu? Get ég átt von á því að lenda í þessu? Oh my god en hræðilegt
Erna Evudóttir, 17.5.2007 kl. 06:34
Ójá já kemur fyrir besta fólk
Jónína Dúadóttir, 17.5.2007 kl. 07:02
Ég verð endilega að gá hvort það sé ekki til bólusetning við þessu
Erna Evudóttir, 17.5.2007 kl. 10:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.