Nýlega var mér bent á, að það væri kominn tími á að skrifa eitthvað uppbyggilegt hérna. Það er klárt ! Ég veit bara ekkert hvað það á að vera, það eina sem mér dettur í hug er að tala um stofuna okkar og það sem við erum búin að vera að byggja upp þar, en það umræðuefni er nokkurn veginn tæmt í bili. En það er þó góð byrjun, að ég veit að það er fyrir löngu kominn tími á að skrifa eitthvað uppbyggilegt hérna.
Ég datt alveg dauðóvart um stjörnuspána mína áðan og þar segir að ég eigi að prófa að styðja óvinsælan málstað, það sé kominn tími á það. Ég hélt ég væri alltaf að því, málstaður aldraðra og öryrkja er til dæmis alls ekkert vinsæll og ég held það leyni sér ekkert að ég styð hann. Til hvers líka að vera að styðja vinsælan málstað, hann hefur einmitt nægan stuðning, það eru hinir óvinsælu sem þurfa stuðninginn. Liggur í orðanna hljóðan, ekki satt ? Annars fer allur minn tími í að þrífa og laga til og þvo og raða og og og.... Ekki bara hérna heima, vinn við þetta líka. Sumar "gömlurnar mínar" standa í þeirri undarlegu meiningu að ég sé áhugamanneskja um þrif almennt og það sé mitt aðal og eina áhugamál að skúra skrúbba og bóna. Hvort það sé ekki alltaf svo ofsalega fínt heima hjá mér ? Ég hef prófað nokkrar tegundir af svörum, en einhvern veginn aldrei tekist að finna hið eina rétta, sem þær eru ánægðar með eða trúa. Til dæmis : "Ó nei elskan mín, þú ættir bara að koma heim til mín, þá mundir þú láta reka mig á staðnum" eða "Biddu Guð að gleypa þig kona, ég bara vinn við þetta" eða "Heima hjá mér ? Heldurðu að ég hafi eitthvað gaman að þessu"? eða " Iss, það er alltaf allt í drasli og drullu heima hjá mér, ég er bara á svo góðu kaupi í þessari vinnu". Ég held ég verði að reyna betur, eitthvað eins og : " Ó jú, elskan mín, það fer auðvitað allur minn tími í að fægja silfrið og bera húsgagnaáburð á stólfæturna og skrúbba vaskana og stífa dúkana og þrífa ljósaperurnar! Hvað annað gæti ég mögulega haft áhuga á að gera allan liðlangan sólarhringinn ?" Þær eru samt, næstum því allar, yndislegar upp til hópa, þó þær geti líka farið stundum í mínar fínustu
Eigið góðan dag



Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.8.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 173231
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sko,við hinar vitum alveg að þú berð húsgagnaáburð á stólfæturna í laumi og líka að þú stífar silfrið,nei ljósaperurnar
Það eru ansi margir sem halda að ég hljóti að vera svona tuskuæðis manneskja líka,af því að ér er að selja svona mikið af efnum til hreingerninga,ti hi ég leyfi þeim bara að halda að heima hjá mér sé allt sótthreinsað.
Birna Dúadóttir, 18.5.2007 kl. 08:05
Úps, hvað var það sem kom upp um mig ?
Jónína Dúadóttir, 18.5.2007 kl. 08:21
Er líka til svona þrifnaðarduld?
Erna Evudóttir, 18.5.2007 kl. 21:23
Það er allt til þegar Ninna er annars vegar
Birna Dúadóttir, 19.5.2007 kl. 02:32
Ég finn lykt af einelti, það er ljótt að segja að ég sé með þrifnaðar "eitthvað sem ég skil ekki alveg"
Jónína Dúadóttir, 19.5.2007 kl. 11:20
Er ekki betra að vera með þrifnaðarduld en skátaduld?
Við erum skátar á Akureyri og ætlum....lalalalalalalala
Jóhanna Pálmadóttir, 19.5.2007 kl. 13:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.