Misskilningur !

Það hefur borið svolítið á þeim misskilningi, í gegnum árin, að ég sé dugleg. Það er alls ekki satt ! Ef ég vinn mikið, þá er það einungis af því að ég vil eiga peninga og enginn vill gefa mér þá. Og ekki nenni ég að standa í því stela þeim, það tryggir ekki nægilega stöðugt streymi og ég gæti lent í að þurfa að búa einhversstaðar þar sem ég vil ekki búa, alltaf af og til. Ef ég væri bara að vinna úti af eintómri hugsjón, þá mætti kannski segja að ég væri dugleg, en það er ég bara aldrei að gera. Svo er ekki sanngjarnt að segja að ég sé dugleg þó ég reki eitt litið gistiheimili, ég hef nefnilega gaman af því og það er ekki dugnaður að gera eitthvað sem manni finnst gaman. Og þegar ég er að laga eitthvað til hérna heima hjá okkur, þá er það ekki dugnaður heldur, það er sem sé snobb. Ég vil búa í fallegri íbúð, sem ég get grobbað mig af, við vini og ættingja þegar þeir koma í heimsókn. Það að ég þríf hérna í íbúðinni okkar á sér líka eðlilega skýringu, ég á engin stígvél og verð þess vegna að passa að skíturinn nái ekki upp fyrir inniskóna mína. Annars fann ég allt í einu gömlu gúmískóna mína og komst að því að nú á ég tvenna skó sem ég get notað með góðu móti á viðgerða fótinn minn.Tounge  Þegar á allt er litið, þá er það eintómur misskilningur hjá vissu fólki, að ég sé dugleg, ég er löt, snobbuð, geri bara það sem mig langar til og á engin stígvél. Það er gott að þetta er nú komið á hreint. Eigið góðan dag kæru vinir nær og fjærSmile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

Ég skal ALDREI segja að þú sért dugleg, ég lofa!!!

Jóhanna Pálmadóttir, 19.5.2007 kl. 13:17

2 Smámynd: Birna Dúadóttir

Djíses kræst,áttekki stíllvell-mér finnst þú ekkert duleg

Birna Dúadóttir, 19.5.2007 kl. 14:02

3 Smámynd: Erna Evudóttir

Og ekki einusinni flullvell, lame

Erna Evudóttir, 19.5.2007 kl. 15:13

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Kærar þakkir fyrir stuðninginn elskurnar

Jónína Dúadóttir, 19.5.2007 kl. 17:03

5 Smámynd: Erna Evudóttir

You are so welcome

Erna Evudóttir, 19.5.2007 kl. 19:19

6 Smámynd: Birna Dúadóttir

Sko dugnaði þínum er viðbrugðið,það er tekið til þess að við hinar höfum ekkert í þig að gera

Birna Dúadóttir, 20.5.2007 kl. 11:36

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hætt´essari vitleysu stelpa

Jónína Dúadóttir, 20.5.2007 kl. 11:52

8 Smámynd: Birna Dúadóttir

Þíðir ekkert fyrir þig að reyna að segja annað

Birna Dúadóttir, 20.5.2007 kl. 11:56

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þarna sem sagt bættist við í flóruna mína : svo er ekki mark takandi á mér heldur

Jónína Dúadóttir, 20.5.2007 kl. 17:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband