Sunnudagur 20.maí 2007

Við settum nýja, flotta og auðvitað rándýra R.L. ( lesist : ódýra, en samt flotta RúmfatalagersWink ) tölvuborðið okkar saman í gær og nú er komið að því, að ég leggi í að taka allar 87 snúrurnar úr sambandi aftan og framan úr tölvunni, enn einu sinni. Um daginn fór ég með tölvuna og lét setja meira vinnsluminni í hana og þá tók ég mynd af öllu snúrufarganinu, áður en ég byrjaði að rífa og slíta. Þá virkaði mjög vel saman sjónminnið mitt og myndavélarinnar. Ég á ekki að þurfa að taka mynd núna, það eru ca 20 cm á milli borðanna, gamla og nýja, en ég gæti samt alveg ruglast þó þetta sé engin veruleg vegalengd. *Hérna kemur svo nokkurra klukkutíma löng pása vegna þess að ég barasta dreif í því að taka allt í sundur og það virðist sem allt hafi komist rétt saman* Gamla tölvuborðið okkar er úti á stétt og bíður eftir því að ungt par, sem er að byrja að búa komi og sæki það. Ég ætlaði að taka mynd af nýja borðinu með öllu dótinu, á meðan það lítur sómasamlega út, en þá var myndavélin straumlaus. Gengur betur næstTounge  Það er helst í fréttum að ég er að fara að hengja út þvottinn í sæmilega hlýju veðri, hér á Norðurheimskautinu. Við spúsi minn erum síðan að fara út að borða, hamborgari og franskar í NestiGrin  Eigið besta sunnudag í manna minnumSmile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

Oh...nammi...má ég koma með út og borða? Fer frekar oft út að borða, thaílenskt eða grískt oftast en myndi meira en gjarnan skipta á því og ekta íslenskum eðal hamborgara með hamborgarasósu og frönskum með kokteilsósu!!! Ninna, take a hint...taka með sósur handa aaaaumingja mér þegar við hittumst í sumar!!! (sveiflar löngu augnhárunum ákaft og horfir með hvolpaaugum)

Jóhanna Pálmadóttir, 20.5.2007 kl. 15:07

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Komdu bara með Ég var búin að ákveða að taka með út, slatta af sósusulli handa þér

Jónína Dúadóttir, 20.5.2007 kl. 15:27

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sparaðu bara löngu augnahárin og hvolpaaugun,grjónið mitt, þangað til þú ferð að reyna að fá Andreas til að kaupa Volvo-inn

Jónína Dúadóttir, 20.5.2007 kl. 15:39

4 Smámynd: Birna Dúadóttir

Ég lenti á svo dánum hamborgara síðast,að ég get bara ekki hugsað mér annan í bili

Birna Dúadóttir, 20.5.2007 kl. 19:38

5 Smámynd: Erna Evudóttir

Ekki í Slow Town þó, bara góðir hamborgarar þar

Erna Evudóttir, 20.5.2007 kl. 19:55

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Kjötið í hamborgurunum á nú eiginlega helst að vera dautt,annars er ábyggilega erfitt að ná taki á þeim

Jónína Dúadóttir, 20.5.2007 kl. 20:31

7 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

Sko, ég er svo óheppin að Andreas gæti drepið fyrir að fá að kaupa Volvo 240, það er nefnilega hægt að setja V8 vél í þá  Ég var sko ekki að meina þetta, þegar börnin mín benda á Volvo og segja: "mamma, sjáðu bílinn!" þá segi ég: "Nei, þetta er ekki bíll, þetta er Volvo!"

Jóhanna Pálmadóttir, 23.5.2007 kl. 17:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband