Einhvertímann snemma á síðasta ári datt mér það snjallræði í hug að kaupa mér nýja úlpu/kápu... og af því að það var farið að birta svo mikið datt mér í hug annað snjallræði... það var að kaupa mér ekki svarta flík aldrei þessu vant...
Fór í tuskubúð og stúlkan sem vann þar átti ekki í neinum erfiðleikum með að pranga inn á mig blágrænni já eða grænblárri kápu... enda ég í einu af bjartsýnisköstunum mínum þarna... Virkilega góð flík, alveg í laginu eins og ég vildi hafa hana... svo ég borgaði og fór með hana heim... En... síðan hef ég aldrei notað þessa flík... af því að þegar ég er komin í blágræna/grænbláa flík þá verð ég gulgrá/grágul í framan og mér líkar það ekki... af einhverjum undarlegum ástæðum...
Tók hana samt alltaf fram öðru hvoru og mátaði hana... líklega til að gá hvort mér hefði nú ekki snúist hugur... en það gerðist aldrei... eða kannski til að gá hvort hún hefði skipt um lit... en nei... ekkert svoleiðis hafði náttulega gerst... datt líka oftar en einu sinni í hug að láta bara lita hana svarta... en kom því aldrei í verk...
Svo kom þessi dagur... dagurinn í dag... og ég ákvað að fara nú alveg sér ferð með hana í þvottahús og láta lita hana og væri þá komin með flík sem ég gæti hugsað mér að nota... góð hugmynd ? Vissulega ! Það er að segja þangað til ég mætti með flíkina í þvottahúsið og maðurinn skoðaði miðann innan í fóðrinu og sagði: "Nei, ég get ekki litað þessa kápu svarta... þetta er pólíester og tekur ekki lit"...
Ég þakkaði fallega fyrir mig og fór með kápuna beinustu leið í næsta fatagám...
Flokkur: Bloggar | 22.1.2016 | 16:23 (breytt kl. 16:30) | Facebook
Bloggvinir
- jokapje
- rannug
- jonhans
- jogamagg
- ammadagny
- hneta
- asthildurcesil
- olapals
- heidihelga
- brylli
- juljul
- naflaskodun
- majaogco
- jyderupdrottningin
- ollana
- skrifa
- tofraljos
- stafholt
- ringarinn
- tigercopper
- engilstina
- himmalingur
- einari
- linka
- duna54
- unns
- skjolid
- kaffikelling
- heidamagg
- heidathord
- lehamzdr
- oliskula
- fjallkona1
- gattin
- sur
- hugskotid
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 173098
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.