Það er talinn svakalega góður siður, að bóna bílinn sinn, alltaf svona annað slagið. Ver lakkið og kemur í veg fyrir að hann upplitist í sólinni og lakkið flagni af og svo framvegis og svo framvegis. Þetta er ég sem sagt með á kristaltæru. En það er ekki nóg, vegna þess að eitt af því fáa sem ég virkilega hata, er að bóna bíla. Ég hlýt að hafa átt bónstöð í fyrra lífi eða svo ofsalega marga bíla og bónaði yfir mig eða bara eitthvað. Skiptir eiginlega engu máli hver ástæðan er, útkoman er alltaf sú sama, ég hreinlega hata að bóna bíla. Ég skal þvo þá og mæla olíuna og pússa rúðurnar og skipta um dekk og ryksuga þá og plokka naglana úr vetrardekkjunum, en bara ekki bóna ! Ég skil þetta ekki, annað eins verk hef ég svo sem tekið mér fyrir hendur um ævina, en það er bara fyrir löngu, ljós staðreynd, að ég kem mér undan því með öllum ráðum að bóna þessi ferlíki. Stærri jeppinn okkar er nýr og fallegur og í gær þurfti að bóna hann, var mér sagt. Ég fann mér allt annað að gera og þá meina ég allt ! Það er ekki minn stíll að dunda við það sem ég er að gera, en ég hef til dæmis aldrei verið eins lengi að brjóta saman þvottinn eins og í gær, nema þarna í hittifyrra, þegar ég var í gifsi á hægri handlegg. Og svo þurfti allt í einu svo bráð nauðsynlega að þrífa ofan á þurrkaranum, sem er staðsettur upp á þvottavélinni. Inn á milli þessara, allt að því lífsnauðsynlegu húsverka, var ég af og til að laumast út í glugga og gá hvort verkinu væri ekki að verða lokið, svo ég gæti mætt á svæðið og verið alveg eyðilögð yfir því að hann væri búinn og ég sem var að koma út til að hjálpa honum. Það tekur enga smástund að fara tvisvar yfir allan þennan bíl með pínulitlum bónklút og þegar ég var að verða uppiskroppa með allar hugmyndir að lífsnauðsynlegum húsverkum, tók ég mig til og fór upp í gistiheimilið og bónaði gólfin í tveimur herbergjunum.
Eigið góðan dag, á stífbónuðum bílum
Flokkur: Bloggar | 21.5.2007 | 08:30 (breytt kl. 08:32) | Facebook
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég sem hélt þú hentir öllu frá þér ef þú fengir tækifæri á að bóna bíl, svona er þetta þegar maður heldur að maður þekki fólk
Erna Evudóttir, 21.5.2007 kl. 13:24
Plataði þig
Jónína Dúadóttir, 21.5.2007 kl. 15:24
Oh yes
Erna Evudóttir, 21.5.2007 kl. 20:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.