Gullfiskaminnið mitt góða... ;-)

Ég burðast með slæmt minni... það er staðreynd sem ég get ekki neitað... reyni það heldur ekki... ekki svo ég muni allavega tongue-out

Lengi vel fannst mér þetta vera leiðinda galli og vildi virkilega reyna að laga þetta... var í apóteki fyrir nokkrum árum og þar sem ég beið eftir afgreiðslu renndi ég augunum yfir hillurnar innan við borðið og sá meðal annars pakka sem á stóð HUSK. Vitandi að þetta orð þýðir "að muna" á skandinavískunni sem ég tala, datt mér í hug að það væri kannski ekki svo vitlaust að prófa að kaupa eitthvað sem gæti mögulega skerpt á mínu slaka minni. Hætti snarlega við það þegar konan útskýrði fyrir mér að þetta væri duft til að laga ýmist harðlífi eða niðurgang... laughing Samt ennþá að velta fyrir mér af hverju það heitir HUSK ! 

En eftir því sem árin líða sé ég að slæma minnið mitt hefur margar góðar hliðar... ég er til dæmis ekkert að velta mér upp úr alls konar leiðindum sem hafa orðið á vegi mínum um ævina... eða mistökum sem ég hef gert... eftirsjá er eitthvað sem lætur bara á sér kræla þegar ég er búin að raða einhverju í mig sem ég fæ brjóstsviða af... en hann er auðvelt að laga með matarsóda wink En svona rétt til öryggis þá langar mig að það komi skýrt fram að ég er samt ekkert samviskulaust kvikindi sko... kiss

Leiðinlegast finnst mér að ég á erfitt með að muna nöfn á fólki... gleymi aldrei andliti, en á oft afskaplega erfitt með að setja nöfn, staði eða atburði við andlitin... svo ef ég heilsa þér ekki eða lít út eins og asni ef þú heilsar mér þá biðst ég fyrirfram afsökunar... það er ekki dónaskapur... það er eingöngu vegna þess að ég deili DNA að hluta til með gullfiskum ! cool

 

Ef ég væri sífellt að berja á sjálfri mér með leiðinda minningum og eftirsjá og öllu svoleiðis þá hefði ég hvorki tíma, pláss né tækifæri til að laga með sjálfri mér það sem þarf að laga... í núinu. Eftirsjá er eitur finnst mér vegna þess að það er ekkert hægt að spóla til baka og gera betur... það eina sem ég get gert er að reyna að gera betur næst... smile Auðvitað man ég alveg öll aðalatriðin í lífi mínu... bæði góð og slæm en mest samt hið góða... en það er nú líklega að hluta til mitt val... og svo fæ ég alltaf hálsríg þegar ég horfi of mikið aftur fyrir mig... wink

Dettur ekki í hug að nota hérna orðið núvitund... er nefnilega ekki búin að fara á námskeið til að læra hvað orðið þýðir og hvernig á að nota það... laughing 

Þangað til næst þegar ég fæ skrifræpu... hafið það sem allra best smile

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Snilldarsfkrif sem endranær mín kæra. Alltaf svo notalegt þegar þú færð skrif"ræpu" :D

Dagny Zoega (IP-tala skráð) 20.3.2016 kl. 12:50

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þakka þér fyrir Dagný mín ! kisslaughing

Jónína Dúadóttir, 20.3.2016 kl. 17:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband