GLEÐILEGA hátíð... :-)

Sit hérna á jóladagsmorgni og drekk kaffið mitt með rjóma útí... engin sérstök jólahefð samt, ég er dekurdýr og nota alltaf rjóma í kaffið mitt... allt árið... af því að mér finnst það gott... kiss

Jólahátíðin er róleg og afslöppuð hjá mér... alveg eins og mér finnst hún eigi að vera... jólaundirbúningurinn var það líka... og það er líka eins og mér finnst það eigi að vera... smile

Aðalskrallið var líka 10. og 11.des... skata fyrri daginn og litlu jólin seinni daginn... svo fór megnið af afkomendunum til útlanda... og dóttir mín býr í útlöndum... svo yngri sonur minn og hundurinn hans eru jólagestirnir í ár... yndislegur félagsskapur... kiss

Ég held jól af því að mér finnst það gaman... púnktur... ljósin og skreytingarnar... jólalögin og allt... þetta finnst mér gaman og ég virkilega nýt þess að dunda fyrir jólin... og þá meina ég dunda... föndra samt ekki... aldrei ! wink 

Ég þríf ekki í hólf og gólf... reyni bara að þrífa jafnóðum allt árið... svona þegar ég er í stuði til þess... baka akkúrat ekki neitt fyrir jólin... af því að mér finnst ekkert gaman að baka og borða ekki smákökur... er samt alveg í laufabrauðsgerð með afkomendunum en það er bara af því að mér finnst það gaman... borða heldur ekki laufabrauð... aldrei komist upp á lag með það... wink

Ég lét virkilega eins og brjálæðingur fyrir hver jól hérna áður fyrr... af því að ég hélt það ætti að vera þannig... sérstaklega þegar börnin mín voru lítil... bakaði samt aldrei neinar 14 tegundir... kannski þrjár eða fjórar sem krökkunum þóttu góðar... fannst svo agalegt að þurfa að henda rest... og svo auðvitað laufabrauðið... var fljót að komast upp á lag með að kaupa útbreiddar kökurnar þegar þær komu á markað... þvílíkur vinnusparnaður sem það varð... laughing

En áfram hélt ég þeirri hefð að gera jólahreingerningar... enginn vinnusparnaður þar... börnin voru fljót að fatta að það var best að forða sér þegar ég byrjaði... nema þegar þau neyddust til að hjálpa til í sínum eigin herbergjum... wink

Svo fyrir allmörgum árum fann ég að ég var farin að hugsa með hálfgerðum ónotum til þessa tíma... aðventunnar... öll vinnan... langt fram á öll kvöld að þrífa, sauma og prjóna og ég veit ekki hvað... og svo var þetta svo dýrt líka... en það versta var að vera svo þreytt á aðfangadagskvöld að eina þrekið sem var eftir fór í að að halda brosinu yfir matnum og jólagjafaupptektinni og svo í jólaboðinu á eftir...

Þá fór ég að hugsa mig alvarlega um... þetta átti að vera gaman... gleðilegur tími bæði aðventan og jólin... hvernig var hægt að hlakka til einhvers sem var orðið meira kvöð og skylda en skemmtilegt... ? Og ég fór að skera niður... hætti að gera jólahreingerningar eins og brjálæðingur... verð samt að viðurkenna að ég hafði hálfgerða sektarkennd yfir því svona fyrst en það lagaðist alveg... þreif auðvitað en alls ekkert allt saman í hólf og gólf... jólin komu samt þó það væri ekki Ajax lykt í öllum hornum... og ég naut þeirra og aðventunnar bara miklu betur... kiss

Börnin fengu alveg jólaföt en meira svona flíkur sem þau gátu svo bara notað eftir jólin líka... jólaskór voru fljótir að hverfa af útgjaldalistanum... þau notuðu þá kannski einn eða tvo daga og síðan ekki söguna meir... þeim var sko alveg sama... keyptum þá frekar bara nýja kuldaskó handa þeim eða eitthvað í þá áttina... smile

Í dag skreyti ég fyrir jólin yfirleitt snemma í desember... af því að mér finnst það gaman... set ljós í gluggana og hef stórt jólatré sem ég ofskreyti ef ég fæ að ráða... af því að mér finnst það gaman... held snyrtilegu heima hjá mér... geri það yfirleitt hvort sem er... eyði slatta í jólagjafir handa börnum, tengdabörnum og barnabörnum... af því að mig langar til þess og mér finnst það gaman... prjóna yfirleitt eitthvað handa þeim líka... af því að mér finnst gaman að prjóna... laughing 

Ég hlakka alltaf til jólanna núorðið... af því að mér finnst gaman að halda jól ! 

Gleðilega hátíð ! kiss

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þannig á það líka að vera vinkona.  Ág segi það sama, ekkert stress né hreingerningar í hólf og gólf, en jólaljósin eru mér nauðsyn.  Gleðilega hátíð.  laughing

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.12.2016 kl. 12:08

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Það er flott :-) Gleðilega hátíð mín elskuleg :-)

Jónína Dúadóttir, 25.12.2016 kl. 14:05

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Knús smile

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.12.2016 kl. 12:11

4 identicon

Gleðilega hátíð mín kæra þótt seint sé.Við höfum greinilega þroskast upp ú þessu tiltektarbulli saman <3

Ragna (IP-tala skráð) 28.12.2016 kl. 21:57

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þakka þér mín elskuleg og sömuleiðis smile

Já sem betur fer náðum við þroska þar allavega kiss

Jónína Dúadóttir, 28.12.2016 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband