Ég hef alltaf verið svolítið gleymin... ekki endilega á það sem ég er að fara að gera eða þarf eða á að gera... meira svona á liðna atburði, sögur um eitthvað fólk sem ég þekki ekki neitt og mannanöfn svo eitthvað sé nefnt... Fyrir mér er þetta ósköp eðlilegt... ég hef alltaf verið svona... allavega man ég ekki betur...
En ég er svo... eigum við að segja lánssöm... jájá segjum það bara... að þekkja fólk... ekki margt fólk samt... sem man allt betur en ég... sérstaklega hvað mér viðkemur... hvað ég gerði og sagði og svoleiðis jafnvel bara einhvertímann um sautjánhundruð og súrkál eða þar um bil... Og ef ég segi að ég muni það nú ekki þá fæ ég svo oft þessa furðulegu setningu framan í mig: "Jú þú manst þetta VÍST" !
Veit ekki alveg hvar í heilanum ég á að koma þessari setningu fyrir... og ef ég skyldi nú hafa svar á móti þá er það oftar en ekki bara alls ekkert marktækt... enda náttulega ekkert að marka manneskju sem þykist aldrei muna neitt...
En ég er nú orðin svo vön... og skelin hefur líka harðnað í gegnum árin... að oftar en ekki læt ég mér þetta í léttu rúmi liggja og eftir stendur bara spurningin hjá mér: Geyma eða gleyma ?
Og svarið er: Gleyma...
Hafið það gott... það ætla ég líka að gera... man nefnilega mjög vel að ég er að fara á uppáhaldssnyrtistofuna mína seinna í dag og svo byrjar 6 daga vinnutörn í fyrramálið... takk og bless...
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ragna Birgisdóttir, 29.1.2017 kl. 17:37
Jónína Dúadóttir, 29.1.2017 kl. 21:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.