Ég er alveg yfir mig ánægð með það, að Jóhanna Sigurðardóttir skuli vera orðin ráðherra og það ráðherra velferðarmála eins og það heitir frá og með deginum í gær. Hún er einn af fáum þingmönnum sem ég hef alltaf getað tekið mark á, hún segir það sem hún meinar og meinar það sem hún segir. Ég veit að hún á eftir að hrista upp í liðinu og gera marga góða hluti. Hún fékk mitt atkvæði í síðustu kosningum, en ég ætla ekkert að segja neinum frá því. Ég vinn mikið með eldra fólki og þar af leiðandi spjalla ég líka við það um heima og geima. Í gær kom ráðherra velferðarmála til umræðu á einu heimilinu sem ég kíkti inn á. Þar býr virðuleg eldri kona og hún var ekki alveg á því að það væri viturlegt að láta hana Jóhönnu sjá um þessi mál. Nú af hverju ekki, spurði ég. Nú segir konan, er hún ekki svona... svo kom þögn. Meinarðu... Samfylkingarmanneskja, spurði ég. Nei, þú veist svona ... ein. Nú já , sagði ég, þú meinar einhleyp. Nei, sagði veslings konan og virtist eiga í vandræðum með að tjá sig, svona vill ekki eiga mann, þú skilur. Ég, alltaf jafn tóm, það er nú ekkert að því að vilja ekki eiga mann, þeir geta nú verið vandfundnir, sem vert er að halda í. Þá var veslings konan farin að svitna og vissi greinilega ekki hvernig hún ætti að fá þennan hugmyndasnauða bæjarstarfsmann til að skilja hvað hún var að fara. Vill hún ekki bara eiga....KONU, stundi hún svo upp og þurrkaði svitann af enninu. Já, þú meinar hvort hún sé lesbía, sagði ég, svolítið fljótfær eins og stundum áður, það veit ég ekkert um, enda skiptir það ekki máli. Hún stjórnar ekkert ráðuneytinu úr rúminu sínu. Arg og úps og svo framvegis, svona segir maður bara ekkert við gamla konu. En hún hugsaði sig um smástund og sneri sig út úr umræðunni með því að segja þessa yndislegu setningu : "Hefði nú samt ekki verið betra að hún væri í Sjálfstæðisflokknum"? Ég brosti og hafði, aldrei þessu vant, vit á að þegja. Ég er ennþá að leita að sama sem merkinu á milli samkynhneigðar og stjórnmálaflokka. Læt ykkur vita þegar ég finn það
Eigið góðan dag í allri stjórnmálaumræðunni


Flokkur: Bloggar | 23.5.2007 | 08:36 (breytt kl. 08:44) | Facebook
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.8.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 173230
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála þér með Jóhönnu, hún er einn af fáum alvöru stjórnmálamönnum á Íslandi, vissi reyndar ekki að hún væri lesbía en svona illa upplýst er ég um kynhneigð fræga fólksins á Íslandi
Erna Evudóttir, 23.5.2007 kl. 10:08
Hef satt að segja ekki glóru um hvort hún er lesbía eða ekki
Jónína Dúadóttir, 23.5.2007 kl. 12:03
En það segir greinilega almannarómur og það getur ekki verið lygi
Erna Evudóttir, 23.5.2007 kl. 14:53
Nei auðvitað ekki
Jónína Dúadóttir, 23.5.2007 kl. 15:19
Stendur það í Mogganum?
Jóhanna Pálmadóttir, 23.5.2007 kl. 17:25
Ja ef það stendur þar þá er það heilagur sannleikur
Erna Evudóttir, 23.5.2007 kl. 20:10
Mogginn lýgur ekki frekar en Hafliði
Jónína Dúadóttir, 23.5.2007 kl. 22:12
Er hún betri eða verri stjórnmálamaður ef hún er lesbía? Ég bara spyr, ég meina, bandaríska þjóðin dæmdi greyið Clinton óhæfann sem forseta út af málum sem hefðu átt að haldast innan the "Oral" Office þannig að greinilega hefur kynhvötin áhrif á hvernig þú aktar í stjórnmálum eða hvað?
Jóhanna Pálmadóttir, 24.5.2007 kl. 12:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.