Las um það í morgun á vefmiðli að fljótlega kem ég til með að fylgja tísku... aldrei verið dugleg við það nema fylgja minni eigin tísku... en ég fylgist alveg með þó ég fylgi ekki...
Nýjasta komandi tískutrendið í förðun er að líta út fyrir að vera ekki förðuð... þetta fannst mér áhugavert og fór að lesa... en eftir því sem ég las lengra niður síðuna fór áhuginn dvínandi...
Það nefnilega kostar bæði tíma, fyrirhöfn og peninga að ná þessu útliti... að líta út fyrir að vera ekki förðuð ! Þarna voru taldar upp hinar og þessar förðunarvörur... uppundir tíu allskonar sem ég kann ekki að nefna...
Ég hélt að þarna væri komin aðferðin sem ég nota á hverjum einasta morgni allt árið um kring og búin að gera í ótalmörg ár... ég einfaldlega farða mig ekki og lít alveg út fyrir að vera óförðuð... og það alveg fyrirhafnarlaust og mér algerlega að kostnaðarlausu...
Ég hef aldrei verið dugleg við að farða mig... og það er bæði vegna leti og svo gleymsku... nennti ómögulega að hafa fyrir þessu og ef ég þá gerði það, þá leið ekki á löngu áður en ég gleymdi því að ég var með dótið framan í mér og eftir smástund var allt komið í klessu...
Átti alveg allskonar förðunarvörur en þær áttu það til að fara langt fram yfir síðasta söludag þannig að ég sá ekki tilganginn... ekkert huggulegt við að skella framan í sig farða sem er komið næstum því fjögur ár fram yfir síðasta söludag... fattaði það alveg óvart... og ekkert þægilegt við að nota svo gamlan maskara að það svíður í augun þegar hann er kominn á sinn stað... svo það var eiginlega sjálfhætt...
Og söknuðurinn var enginn... enda áhuginn aldrei mikill... en ávinningurinn töluverður... sérstaklega í peningum talið
Fer núorðið annanhvern mánuð og læt skerpa á litnum í kringum augun og læt það duga... hef heyrt það kallað að fara í framköllun og í mínu tilviki er það alveg réttnefni...
Og svo brosi ég í tíma og ótíma og er alveg sama þó ég fái hrukkur og er líka alveg sama þótt þær sjáist... púnktur... !
Bloggvinir
- jokapje
- rannug
- jonhans
- jogamagg
- ammadagny
- hneta
- asthildurcesil
- olapals
- heidihelga
- brylli
- juljul
- naflaskodun
- majaogco
- jyderupdrottningin
- ollana
- skrifa
- tofraljos
- stafholt
- ringarinn
- tigercopper
- engilstina
- himmalingur
- einari
- linka
- duna54
- unns
- skjolid
- kaffikelling
- heidamagg
- heidathord
- lehamzdr
- oliskula
- fjallkona1
- gattin
- sur
- hugskotid
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 173098
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Og þá horfumst við í augu grámyglur tvær ;) :) :):)
Ragna Birgisdóttir, 5.3.2017 kl. 21:51
Já ég held það bara
Jónína Dúadóttir, 5.3.2017 kl. 21:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.