Það snjóar hérna á Norðurheimsskautinu
Agalega væri nú gaman að fá vor, að ég tali nú ekki um sumar. En það á að hlýna hér í endann á næstu viku, þá kemur örugglega sumar
Æi Pollýanna mín, þegiðu smástund, ég er að kvarta ! Ég tók myndir af snjókomunni hérna áðan, en þegar ég skoðaði myndirnar, sá ég að hún er kannski ekki alveg eins áberandi á myndunum eins og í augunum á mér, en það snjóar nú samt. Nýi tjaldvagninn okkar, sem við höfum aldrei notað, fer að breytast í snjóhús með sama áframhaldi. Við virðumst einungis hafa 1 árstíð hérna á ísa köldu landi, eitt langt haust, en það er kannski bara nóg handa okkur. Eins og gamla konan sagði: Hvað er verið að gera með alla þessa stjórnmálaflokka í okkar litla landi ? Er ekki nóg að hafa bara einn, við erum svo fá. Og getið þið svo hvað flokk hún kaus á kjördag ! Heyrði ég einhvern úti í sal nefna Sjálfstæðisflokkinn ? Og það var rétt !
Ég hef aldrei haft áhuga á stjórnmálum í gengum tíðina, en það virðist breytast svona með aldri og á ég að þora að nefna líka þroska ? Og svo er ég farin að hafa smá áhuga á ættfræði, ég er til dæmis búin að læra það, að næstelsta dóttir tengdadóttur föðurömmu minnar, er ég sjálf. Systur mínar eru að kenna mér, en af einhverjum ástæðum kemst ég nú ekki mikið lengra en þetta. Kannski svolítið treg ? Mér líður ekkert illa með því og að því mæltu, vona ég að allir eigi góðan dag




Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Og geri aðrir betur, svo er náttúrulega alltaf hægt að fara inn á Íslendingabók en það hefur líka þann galla að þú sérð hvaða furðufuglar eru skyldir þér svart á hvítu, það getur oft verið ansi mikið áfall
sumt er betra að vita ekki
Erna Evudóttir, 24.5.2007 kl. 11:07
Galdra Loftur, Sæmundur Fróði, Jón Arason...Páll Óskar...svona svo nokkrir séu nefndir
Jóhanna Pálmadóttir, 24.5.2007 kl. 11:57
Flj... G..... og ýmsir fleiri góðir menn og konur sem við höfum bara on a
need to know basis
Erna Evudóttir, 24.5.2007 kl. 14:28
Eftir allar þessar óumbeðnu upplýsingar hef ég ákveðið að halda mig bara við hina aðferðina, en takk samt elskurnar
Svo er líka alltaf hægt að nota : Frændi minn ? Aldeilis ekki, hann er frændi systra minna eða pabba eða mömmu
Jónína Dúadóttir, 24.5.2007 kl. 15:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.