...það eru svo margir sem eiga erfitt. Það sem mér finnst erfitt við það, er að geta ekki hjálpað öllum og reddað öllu fyrir alla. Miðjubarnskompleksar ? Eftir því sem ég best veit er ég alls ekki miðjubarn
En ég get ekki hjálpað öllum og ég geri mér alveg grein fyrir því, en á alltaf, svona annað slagið, svolítið erfitt með að sætta mig við það. En svo er ekki alltaf allt sem sýnist og ég er oftaðeins of trúgjörn og fattlaus. Fyrir um það bil 7 árum síðan fór ég, í vinnunni minni, til eldri manns úti í þorpi, átti að gá hvort það væri allt í lagi með hann og hvort það væri hægt að hjálpa honum eitthvað. Hann bjó í lítilli íbúð í eigu Féló og var mikið til á þeirra framfæri. Þetta var rétt fyrir mánaðarmót og karlinn talaði mikið um hvað hann ætti lítið af peningum og sýndi mér svart á hvítu hvað hann þyrfti að borga mikið, af strípuðum ellilífeyrinum og nú átti hann ekki einu sinni fyrir píputóbaki. Það hefði nú samt mátt sópa saman í nokkrar pípur af gólfinu hjá honum
Ég var, eins og svo margir aðrir ekkert með fúlgur fjár, svona rétt fyrir mánaðarmótin, en ég vorkenndi honum svo agalega, að ég ákvað að kaupa nú handa honum píputóbak, í leiðinni heim. Það leit út fyrir að vera hans eina ánægja í lífinu að dreifa í kringum sig píputóbaki og mér fannst agalegt að hann gæti ekki veitt sér það, svona á síðustu metrunum. Karlkvölin vissi ekkert um það og þegar ég kom til baka úr sjoppunni var hann ekki einn. Það var leigubílsstjóri í forstofunni hjá honum með brúnan bréfpoka í hendinni og karlinn var að telja fram þúsundkalla úr dágóðu búnti, fyrir helv.... flöskunni. Ég henti í hann tóbaksbréfinu og fór heim, fúl í skapi, út í sjálfa mig. Af hverju þurfti ég alltaf að vera svona mikill asni ? Trúi öllu sem í mig er logið og læt plata mig bæði upp úr skónum og sokkunum. En það versta við þetta er að ég hef ekkert lagast, ég á þetta til enn þann dag í dag, þó ég ætti að vera orðinn sjóaður og tilfinningasljór bæjarstarfsmaður eftir 9 ár í þessari vinnu. En ég verð annað hvort að lifa með því eða drepast úr því og ég lifi enn og það bara góðu lífi
Eigið góðan dag og verið góð við þá sem minna mega sín, þótt þeir gætu stundum verið að plata




Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er gott að vera góð við aðra. Og að vera umhyggjusöm án skilyrða. Ég hef það fyrir reglu í dag (það var svo sannarlega ekki þannig) að ef einhver fær lánað eitthvað hjá mér eða ég ákveð að gefa einhverjum eitthvað þá er það gjöf án væntinga um að fá eitthvað til baka. Nú ef einhver endurgreiðir það sem lánað var eða skilar er það bónus. Að geta haft samúð með öðrum er góður kostur. Þú ert greinilega umhyggjusöm manneskja.Haltu því áfram því þeim sem eru það fækkar alltof hratt
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 08:11
Sammála síðasta ræðumanni
Erna Evudóttir, 25.5.2007 kl. 11:27
Takk dömur
Jónína Dúadóttir, 25.5.2007 kl. 12:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.