Fyrir jólin í fyrra bað dóttir mín, sem býr í Svíþjóð, mig að senda sér forláta Biblíu sem hún fékk í fermingargjöf og átti hérna hjá mér. Þetta var mjög fallegt eintak af "bók bókanna" innbundin í fínasta leður með gylltu letri. Þessa bók hafði ég haft í bókahillu uppi í gistiheimilinu,en þegar til átti að taka, fann ég hana alls ekki. Einhver gesta minna, með þá líklega einhverja óstjórnlega þörf fyrir guðsorðið, hafði greinilega gripið hana með sér. Það eru takmörk fyrir því hverju maður stelur, er það ekki ? Ég hoppa ekkert hátt yfir því þó það hverfi eitt og eitt handklæði hér af gistiheimilinu, það er eiginlega gert ráð fyrir því. En þó ég sé ekkert trúuð, þá ber ég virðingu fyrir trú og trúmálum yfirleitt og öllu því tengdu. Það á ekki að stela úr kirkjum eða hofum eða moskum eða hvaða nafni sem það nefnist og engu sem tengist á einhvern hátt trú fólks. Þegar ég var nú búin að uppgötva þjófnaðinn, arkaði ég af stað í leiðangur í þeim tilgangi að kaupa Biblíu til að geta orðið við ósk stelpunnar minnar. Hvar finnur maður bók ? Í bókabúð! Ég fann eina bókabúð sem hafði akkúrat eina Biblíu til sölu og hún kostaði 9 þúsund og eitthvað. Ég spurði þá svona í rælni, hvort þeir ættu íslensku útgáfuna af Kóraninum. Aumingja drengurinn í búðinni vissi ekkert hvaðan á sig stóð veðrið og hringdi í ofboði suður til Reykjvíkur og spurði hvort þar væri til einhver bók sem héti þetta. Já, þar áttu þeir eitt eintak af þeirri bók og hún kostaði líka hálfan handlegg. Þá var mér bent á litla búð sem heitir "Litla búðin" og selur biblíur og fleira trúartengt. Við skulum segja að þar hafi bókin ekkert verið á útsölu heldur, en þar var þó sæmilegt úrval og ég festi kaup á einni. Það svona hvarflaði að mér að kannski er ekkert voðalega skrítið þó fólk steli Biblíunni, ef það langar á annað borð til að eiga hana, hún er svo sannarlega ekki gefins. Stendur ekki einhversstaðar : Dýrt er Drottins orðið ? Messan búin ! Eigið góðan dag

Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.8.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 173229
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kóraninn er til á sænsku
Bækur eru bara almennt rándýrar á Íslandi. Þú hefðir átt að fara á námskeið hjá Fíladelfíusöfnuðinum...það gerði ég og var gefin Biblía fyrir vikið...annars hefði ég getað gefið henni eina sænska...ég á nefnilega 8 sænskar biblíur í mismunandi útgáfum, eina íslenska, eina enska og eina finnska! 
Jóhanna Pálmadóttir, 26.5.2007 kl. 13:35
Þú ert ekkert að hugsa um að fara að græða á þessu biblíusafni þínu?
Erna Evudóttir, 26.5.2007 kl. 13:55
Er ekki spurningin : af hverju áttu allar þessar Biblíur ?
Ja hvað við Erna erum frómar
Jónína Dúadóttir, 26.5.2007 kl. 15:47
Já finnst þér nokkuð, göngum með Guði í öllum veðrum
Erna Evudóttir, 26.5.2007 kl. 16:59
Þær sækjast svona að mér!
Jóhanna Pálmadóttir, 27.5.2007 kl. 18:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.