Ég fann hann ekki !

Í þessum töluðu orðum er 7 stiga hiti á mælinum við eldhúsgluggann hér í fjallakofanum og svei mér þá, ef það er ekki einhver smá sólarglæta líka. Ég fæ ábyggilega hitaslag og sólsting ef ég hætti mér út fyrir hússins dyrTounge . Það hefði átt að geta verið stutt vinnukvöld hjá mér í gærkvöldi, sumir skjólstæðingarnir voru ekki heima, en raunin varð önnur. Það gleymdist að kaupa svefntöflu handa einni gömlunni og hún var alveg eyðilögð blessunin. Ég hringdi í hjúkrunarfræðing sem ég þekki og hún fékk lánaða eina töflu hjá mömmu sinni, svo ég brunaði yfir í hinn endann á bænum til að sækja hana. Svo fann ég ekki einn gamlan mann sem ég lít til með. Sá kom ekkert til dyra, ég var með símanúmer hjá syni hans, en fékk bara talhólf þegar ég reyndi að hringja og ekki þýddi neitt fyrir mig að kíkja á gluggana hjá þeim gamla, hann býr á þriðju hæð og ég er ekki nógu hávaxin. Þá var að hringja í Securitas og fá þá til að koma og opna fyrir mig íbúðina. Við komumst að því að íbúðin var tóm, gamli maðurinn lá ekkert dáinn, veikur eða slasaður á gólfinu, það hafði þá gleymst að láta mig vita að hann yrði ekki heima. Það gerist stundum og er alltaf jafn ömurlegt og ég verð auðvitað að leita af mér allan grun. Þannig að ég kom bara heim á svipuðum tíma og venjulegaWink Annars eigum við víst ekki að tala um "skjólstæðinga", nýja orðið er "aðstoðarþegi" mjög þjált og meðfærilegt orð í samræðum. Nú er ég komin í vikufrí úr kvöldvinnunni og varpa allri ábyrgð, veseni og áhyggjum yfir á konuna sem vinnur á móti mér, með ánægju. Eigið góðan dag Smile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Evudóttir

Aðstoðarþegi, fá þeir þessi orð frá Íslenskri málnefnd eða finna þeir þetta bara upp sjálfir?

Erna Evudóttir, 28.5.2007 kl. 17:10

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég held að þeir hafi fengið leikskólabörn til að finna þetta upp

Jónína Dúadóttir, 28.5.2007 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband