Aldrei tekst mér að skilja fólk, sem er á allan hátt óánægt með sjálft sig. Til hvers í ósköpunum að vera að standa í því ? Ekki nóg með að það sýni einhverskonar heimatilbúna þroskaheftingu, það er líka alveg afspyrnu leiðinlegt að umgangast þannig fólk. Auðvitað erum við öll einhverntímann óánægð með eitthvað sem við höfum gert eða sagt og allt fólk, svona nokkurnveginn eðlilega þenkjandi, finnur hjá sér einhverja galla, sem það er óánægt með og vill ekki hafa. Og af því að það er ekki hægt að spóla til baka og taka aftur töluð orð eða breyta atburðum, þá reynum við að muna það sem við vorum óánægð með að hafa sagt eða gert og pössum okkur á að segja það og gera það þá ekki aftur. Og þegar við erum ekki ánægð með eitthvað í okkur sjálfum, þá reynum við að breyta því, ekki bara halda áfram að vera óánægð með það! Það getur verið helv... þrælavinna en launin fyrir þá vinnu, eru líklega þau hæstu sem um getur!
Nú og ef við nennum ekki að standa í að breyta einhverju, sem við erum óánægð með, þá er bara að lifa með því, það er þá ekki um neitt annað að ræða. Það er misskilningur hjá mörgu fólki sem ég þekki, utan AA samtakanna, að Æðruleysisbænin sé einkaeign þeirra ágætu samtaka, en það er hún auðvitað ekki. Hún er einfaldlega fyrir alla sem vilja tileinka sér hana. Og það þarf enginn að vera trúaður til þess að nýta sér sannleikann sem hún segir okkur, sem í stuttu máli er, að ef þú ert ekki sáttur við eitthvað, breyttu því þá ef það er mögulega hægt eða hafðu vit á að sætta þig við það. Ég hef í mörg ár haft þessa bæn á bak við eyrað, en alls ekkert alltaf munað eftir því að notfæra mér innihald hennar, en samt miklu oftar alls ekki haft vitið, sem um er rætt. Og ég verð að lifa með því, vegna þess að það er bara ekki hægt að kaupa í mig varahluti, eins og í tölvuna mína. Eigið góðan dag eftir þessa mánudagspredikun


Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jú það fer rosalegur tími og orka í að vera ekki ánægður og að velta sér uppúr fortíðinni en eins og þú bendir á að ef maður getur ekki breytt neinu þá verður maður að sætta sig við það og jafnvel reyna að vera ánægður með hlutina líka
Erna Evudóttir, 29.5.2007 kl. 11:11
Takk Auður
Jú Erna mín nákvæmlega rétt og það sem ég hefði viljað bæta við predikun dagsins
Jónína Dúadóttir, 29.5.2007 kl. 12:28
Ég er hrikalega ánægð með sjálfa mig,enda ekki ástæða til annars.Skemmti mér stórvel í Slow Town,takk aftur fyrir okkur.
Birna Dúadóttir, 29.5.2007 kl. 18:02
Sjálfþakkað, það var virkilega gaman að hafa ykkur hér
Var það hótun eða loforð þegar þú sagðist koma aftur í næsta mánuði
Jónína Dúadóttir, 29.5.2007 kl. 21:15
Það var svona í bland,veit meira síðar
Birna Dúadóttir, 29.5.2007 kl. 22:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.