Ekkert sérstakt svo sem..

Í gærkvöldi var talað við bónda sem býr í "einhversstaðar úti á landi - sýslu", í Kastljósinu á RÚV, hann gerir allt sem bóndi þarf að gera og það er ekkert smáræði skal ég segja ykkur. Ég var bóndi í tíu ár þannig að ég þykist alveg vita um hvað ég er að tala. Það er að vísu eitt sem skilur á milli þessa bónda og mín, fyrir utan þá staðreynd að við erum af sitt hvoru kyninu, hann er í hjólastól. Hann lamaðist í slysi og sagðist ekki geta hugsað sér að fara að bregða búi og setjast að í íbúð í Borg óttans, þá fyrst mundi honum finnast hann vera fatlaður. Flottur ! Planið okkar, fyrir næstu helgi er að fara í útilegu með nýja tjaldvagninn, bara elta góða veðrið sem okkur er lofað hérna á norðurhjaranum. Loka gistiheimilinu og láta köttinn bara gefa fiskunum, það er kannski ekki góð hugmynd, láta yngri soninn um að gefa fiskunum og kettinum, betri hugmynd. Það hefur mikið verið sett út á okkur fyrir að fá okkur ekki húsbíl, en við hlustum ekki á svoleiðis píp, við erum að fara í útilegur fyrir okkur, ekki fyrir annað fólk. Enda þurfum við á því að halda að fá útilegufílinginn, þegar við förum í útilegur, án þess þó að sofa alveg á jörðinni. Wink Ekki hafa allt eins og heima, eldavél og ísskáp og klósett og sjónvarp og hvaðeina og meira að segja vaska til að geta vaskað upp! Það er engin tilbreyting og þá getum við bara alveg eins verið heima. Ég vil sækja vatnið út í læk og klósettið er allsstaðar og svo eru til kælitöskur sem virka fínt. En ef fólk vill hafa húsbíl, þá er það bara besta mál og okkur dettur ekki í hug að setja út á það. Nú eru að koma mánaðarmót og komið að því að skila vinnuskýrslum í 7 riti, best að byrja núna svo það verði einhverntímann búið. Eigið góðan dag og verið góð við alla sem eiga það skilið, en bara kurteis við hina Smile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Láttu þér ekki verða kalt,heillin.Alveg eðal setning þessi síðasta,bara kurteis við hina,cool

Birna Dúadóttir, 30.5.2007 kl. 09:01

2 Smámynd: Erna Evudóttir

Ninna er algjör útileguálfur, gleymdu bara ekki föðurlandinu

Erna Evudóttir, 30.5.2007 kl. 11:20

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég á svo umhyggjusamar systur Eftir veðurspánni að dæma, ætti að verða um 25 stiga hiti um helgina á völdum svæðum hér norðlendis

Jónína Dúadóttir, 30.5.2007 kl. 12:08

4 Smámynd: Birna Dúadóttir

Oj það er bara svona af því að ég fór heim

Birna Dúadóttir, 30.5.2007 kl. 12:24

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sko góða veðrið átti að vera innifalið í gistingunni, Jói bara gleymdi því, hann er stundum alger sulta

Jónína Dúadóttir, 30.5.2007 kl. 12:26

6 Smámynd: Birna Dúadóttir

það er nú bara af því að þú vilt ekki sauma töluna í buxurnar hans

Birna Dúadóttir, 30.5.2007 kl. 12:42

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ójá bæði löt og vond kona, það er ég

Jónína Dúadóttir, 30.5.2007 kl. 15:30

8 Smámynd: Erna Evudóttir

Er Jói algjör sulta? Einhver sérstök ástæða fyrir því? Hef bara aldrei heyrt neinn kallaðan þetta áður

Erna Evudóttir, 30.5.2007 kl. 16:29

9 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

Og hafiði það!

Jóhanna Pálmadóttir, 30.5.2007 kl. 17:33

10 Smámynd: Birna Dúadóttir

Ég skal nú samt kvitta fyrir Borg Óttans,enda meiri kaldhæðni í því en fordómar

Birna Dúadóttir, 30.5.2007 kl. 20:22

11 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Blessaður bóndinn notaði ekki þetta nafn á borgina, hann talaði um Reykjavík eða eitthvert annað þéttbýli. Það er ég sem nota Borg óttans um Reykjavík eins og ég nota Slow town yfir Akureyri. Og ekkert að þakka og takk

Jónína Dúadóttir, 30.5.2007 kl. 21:14

12 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Það var þetta með sultuna, svona í heilastað  Svo getur hann verið algert marmelaði inn á milli, það lítur betur út en sultan

Jónína Dúadóttir, 31.5.2007 kl. 09:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband