Stundum fæ ég það óþægilega á tilfinninguna, að ég sé ómissandi og það finnst mér alls ekki gott. Í aðra röndina getur það nú samt kitlað hégómagirndina, en hún er bara eitt af því, sem ég hef lengi verið að reyna að losa mig við. Ég verð svo geðvond ef mig klæjar einhversstaðar. Það kemur fyrir að ég er lasin og fer ekkert í vinnuna, gerist ekki oft en þegar það gerist fer einhvern veginn allt í loft upp. Fatta það alls ekki, það er nú ekki eins og ég sé heilaskurðlæknir að bjarga mannslífum í tryllingi, daginn út og daginn inn. Ég vinn við að hjálpa gömlu fólki og öryrkjum við hin ýmsustu heimilisstörf og það getur næstum því hvaða hálfviti sem er gert það. Rykinu og skítnum er alveg sama hvort það er ég eða einhver önnur sem þrífur hann. Ég hef svona aaaaaaðeins reynt að koma þessu á framfæri við verkstjórann minn og kannski er ljótt að segja svona um fólk, en mikið svakalega er erfitt að kenna gömlum hundum að sitja. Það er hægt, en tekur óguðlega langan tíma og kannski ekki alltaf erfiðisins virði. En ég veit samt að það er hægt, vegna þess að ég hef séð það sjálf. Á þeim undarlega tíma í lífi mínu þegar ég var bóndi, áttum við gamlan hund sem hét Vaskur. Hann var ekkert verulega vaskur til neinna verka nema að passa börnin mín alveg óumbeðið, þetta yndislega grei og hlaupa geltandi og glefsandi í fæturna á hestunum, af því bara að það var svo gaman. Við vorum með vinnumann einn vetur, sem hafði það eiginlega að aðalstarfi að hlusta á tónlist úti í bílnum sínum og leika við hundinn. Þegar hann hætti, sýndi hann okkur afrakstur vetrarins, sem fólst í því að honum hafði tekist að kenna Vaski gamla að hoppa upp á stól og setjast þar og heilsa svo með vinstri fæti, ekki hægri! Held ég hafi aldrei borgað neinum jafnmikið, fyrir jafnlítið. Eigum góðan dag

Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vaskur var einfaldlega snillingur!
Erna Evudóttir, 31.5.2007 kl. 11:33
Hann var það svo sannarlega
Jónína Dúadóttir, 31.5.2007 kl. 11:52
Sko ef ég segi Rambó að sitja þá leggst hann og hann þekkir sko ekki muninn á hægri og vinstri
Erna Evudóttir, 31.5.2007 kl. 14:49
Man eftir einni eðal setningu úr eldhúsinu á Grýtubakka"þegi þú borgarstjórafíflurinn þinn"það var húsfreyjan að tala við hundinn,eða tengdapabbann
Birna Dúadóttir, 31.5.2007 kl. 21:53
Ha ha, það átti að vera hundurinn, varð óvart tengdapabbi
Jónína Dúadóttir, 31.5.2007 kl. 22:00
Tengdapabbinn sagði ekki orð í nokkrar vikur
Birna Dúadóttir, 31.5.2007 kl. 22:07
Og varla búinn að ná sér enn blessaður. Skyldi Bína líka hafa verið að kenna hundinum hennar Ernu, fyrst hann þekkir ekki muninn á hægri og vinstri
Jónína Dúadóttir, 1.6.2007 kl. 07:02
Hahahahaha
Jóhanna Pálmadóttir, 1.6.2007 kl. 10:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.