Elliglöp light !

Það var eitthvað sem ég ætlaði að muna að gleyma ekki að skrifa hérna, en það er bara alveg dottið úr mér. Mér dettur stundum í hug að ég sé sé komin með "elliglöp light" og það getur svo sem alveg passað. En mér líður samt betur að lifa í afneituninni og setja þetta á stressið, sem lokar stundum fyrir einhverja stöð í heila mínum, sem aftur verður til þess að ég gleymi hinu og þessu. Ég má nú samt bara alls ekki við því að hafa neina stöð í heilanum óvirka. Ég gleymi alveg ótrúlegustu hlutum sem ég segi aldrei neinum frá, eins og að borða og fara í hreinar buxur og hlaða símann minn og hvar ég lagði bílnum mínum, en ég get þó huggað mig við það, að alveg sama hvað á gengur, ég gleymi aldrei að setja í mig eyrnalokkana.Tounge Verst finnst mér samt, að ég sem aldrei gleymi neinu andliti sem ég hef einu sinni séð, man oftast bara alls ekki hvaða nafn á að fylgja með andlitinu. Ég hitti ótal manns í vinnunum mínum báðum, í heimaþjónustunni hitti ég bæði "aðstoðarþegana" og aðstandendur þeirra og á gistiheimilið kemur hellingur af fólki. Ég rekst svo oft á fólk sem ég kannast við, en man ekki af hverju og þá er ég búin að koma mér upp nokkrum pottþéttum aðferðum svo ég komi nú ekki upp um mig. Annað hvort bara brosi ég og heilsa og lít á armbandsúrið mitt, sem ég hef ekki gengið með í mörg ár, í stresskasti og hendist fram hjá viðkomandi og gala: "gaman að sjá þig, hafðu það gott" eða ef ég kemst ekki hjá því að stoppa, passa ég mig á því að spyrja bara einnar spurningar: "hvernig hefurðu það"? Eða þá að ég ríf upp símann, þegar ég sé hættuna nálgast, læt eins og hann hafi verið að hringja, en bara ég heyrt það og fer að spjalla við ímyndaðan viðskiptavin eða einhvern annan algerlega ósýnilegan. Aha, núna man ég um hvað ég ætlaði að skrifa hérna, en ég geymi það til sunnu eða mánudags vegna þess að ég er að taka okkur til í útilegu. Fengum að vita í gær að það ætla sko"allir" út í Ólafsfjörð þessa helgi, af því að það er Ókeypis ! sjómannadagsskemmtun þar. Við ætlum eitthvað austur um, þannig að þetta með "allir" passar bara ekki. Við ætlum að vera í góða veðrinu sem er mjög sjaldan á útnesjum norðanlands. Eigið góða helgi og Birna og Silvía: GÓÐA FERÐ TIL KRÍTAR Smile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

Hehe...gleymi líka ad borda og hlada símann minn, og bílnum lagdi ég einhversstadar fyrir mörgum árum sídan og hef ekki fundid hann enn...en kannast líka vid hitt...ad muna eftir andlitum en ekki geta tengt nafn eda adrar upplýsingar vid thetta andlit...alveg ferlegt!!!

Bon voyage Birna og Silla-Billa  Skemmtid ykkur vel!!!

Jóhanna Pálmadóttir, 1.6.2007 kl. 10:02

2 Smámynd: Erna Evudóttir

Þú rekst illa í hóp sé ég, annars færir þú náttúrulega líka til Ólafsfjarðar (hver fer þangað?) Ég ætla ekkert að tjá mig um að gleyma, er ekki nóg pláss hérna til að fara út í það!  Góða skemmtun!

Erna Evudóttir, 1.6.2007 kl. 11:00

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Takk elskurnar, skrifumst seinna

Jónína Dúadóttir, 1.6.2007 kl. 12:29

4 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

Já, skemmtid ykkur vel um helgina Ninna!

Jóhanna Pálmadóttir, 1.6.2007 kl. 12:45

5 Smámynd: Birna Dúadóttir

Ég bara knúsa viðkomandi og segi"gaman að sjá þig,er á hraðferð"verst ef viðkomandi hefur tekið feil á mér og allt öðrum.Þá á knúsið eiginlega hálf illa við

Birna Dúadóttir, 2.6.2007 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband