Sumarið er komið, held ég, vona ég. Það fylgir að vísu sá böggull skammrifi, að ef það hreifir sunnan vind hérna uppfrá, þá erum við stödd í ljósbrúnu moldarskýi. Það fyllist allt af ryki, allt húsið, bílarnir og síðast en ekki síst hausinn á mér og ég má alls ekki við því. Ég sé mig þá fyrir mér, á mínum elliárum hérna uppfrá, með afþurrkunarklútinn í höndunum alla daga. Og ef og vonandi, þegar ég fæ svo einhverja stúlku frá Heimaþjónustunni til að koma hérna einu sinni í viku, tvo tíma í senn, til að þrífa, þá segir hún hinum frá klikkuðu kellingunni á Glerá, sem er svo greinilega með ólæknandi tuskuæði. Tuskuæði á svo sem alveg rétt á sér, en bara í hófi, eins og svo margt annað. Akkúrat núna þarf ég á því að halda að fyllast af klikkuðu tuskuæði eða fá Heimaþjónustu. Það er 14 stiga hiti og sunnan-næstum-því-rok og þá verða malarnámurnar hérna sunnan við okkur ósýnilegar, sem væri hið besta mál ef ekki væri fyrir það, að þær sjást ekki fyrir moldroki. Sem svo aftur leiðir til þess að hérna inni fyllist allt af ljósbrúnu ógeðslegu ryki sem smýgur alls staðar og leggst afskaplega samviskusamlega yfir allt. En núna ætlar sem sagt klikkaða kerlingin á Glerá að vopnast ryksugu og einhverjum slatta af tuskum og stórri fötu með miklu sápuvatni og ráðast á ógeðið, enn einu sinni. Með sama áframhaldi, hverfur líklega malarnámið hérna uppfrá inn í ryksuguna mína. Það var nú samt ekki meiningin, það var verktakinn sjálfur sem átti að ganga frá því, utanfrá

Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Held líka að ég verði lítið vinsæl hjá svona Heimaþjónustufólki þegar ég þarf að fá það heim til mín eftir ca 100 ár, veit ekki alveg afhverju
Erna Evudóttir, 5.6.2007 kl. 15:39
Ég tala af 9 ára reynslu þegar ég fullyrði að það er ekki til sú manneskja sem ekki hefur einhverntímann farið í taugarnar á starfsmanni í Heimaþjónustu
Jónína Dúadóttir, 5.6.2007 kl. 23:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.