Legg ég á og mæli ég um.....

Ég sagði frá því hér einhvern tímann í vetur, að aldraður heiðursmaður, ætti yfir höfði sér lögsókn frá yngsta syni sínum vegna sölu jarðarinnar, sem hann og kona hans heitin, keyptu og byggðu sjálf upp á árum áður. Yngsti sonur þeirra var mjög ósáttur við að elsti sonurinn hefði keypt slotið og kærði aldraðan föður sinn fyrir tiltækiðAngry Þessi systkini eru 7 talsins og það datt engu af hinum 6 í hug að gera neitt í þessa áttina. Yngsta fyrirbærið hélt því lengst af fram að þetta snerist sko alls ekki um peninga, það var prinsip að fá að halda áfram að koma í sveitina og leika sér og veiða og hafa allt eins og þegar hann átti heima þar, jú og móðurarfinn hansWhistling  Sá gamli þekkir sitt heimafólk og bauð honum peninga, hvað er móðurarfurinn annað en peningar ? Woundering Það þarf enginn að reyna að segja mér að bjálfinn hafi verið að sækjast eftir matreiðslubókum móður sinnar heitinnar eða fallegu handavinnunni hennar. Nú er þessi "drengur" kominn vel á fertugsaldurinn, þekktur fyrir að vilja fá allt fyrir ekkert og ég, sem er búin að þekkja hann mest alla hans ævi, hef aldrei orðið vör við að hann hafi nennt að hafa fyrir neinu sjálfur. Hann þóttist lengi framan af alls ekki vilja peningana frá pabba sínum, en nú er hann búinn að taka við þeim, sem auðvitað allir vissu að hann mundi gera. En ekki veit ég hvort sá gamli hefur þá kannski þurft að hækka boðiðDevil   Allavega, peningana fékk þetta litla grei til minningar um mömmu sína og legg ég á og mæli ég um, að þeir verði honum til þeirrar hamingju sem hann á skilið. Ég blæs á allt lagakjaftæði og það hvort hann hafi "átt rétt á" að heimta þetta. Mér finnst svo fyrirlitlegt, að hann skyldi virkilega hafa haft hjarta í sér til að koma svona fram við aldraðan föður sinn. Sá gamli á nefnilega "rétt á" að fá að lifa óáreittur síðustu árin sín í þessu lífi, að verða gamall og veikur er alveg nógu erfitt eitt og sér fyrir hann, þó að frekur vanþakklátur, eftirlætis krakkakróinn sé ekki líka að fara í mál við hann, út af peningum ! Það eina sem þessi krakkakrói á "rétt á", er að koma almennilega fram við pabba sinn meðan hann er ennþá á lífi og svo má hann fara flikk flakk og heljarstökk í dómsmálum við alla heimsbyggðina eftir að sá gamli er allur, mín vegna. Það er bara sumt sem ég þoli ekki, ef það skyldi nú hafa farið fram hjá einhverjum, sem nennti að lesa allan pistilinnWink  Eigið góðan dagSmile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: gua

þvílíkt vanþakklátt krakkakvikindi hnuss verði honum að vondu 

gua, 7.6.2007 kl. 20:41

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Nákvæmlega

Jónína Dúadóttir, 7.6.2007 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband