Fíflafíflin !

Við erum orðin fastir áskrifendur að morgunþoku hérna á svæðinu. Að kalla hana morgunþoku er ein leið til að stunda afneitun, ég vil bara ekki hugsa þá hugsun til enda, að hún vari allan daginn. Þokuskammtur dagsins virðist nú samt yfirleitt vera búinn svona undir eða um hádegi, en það er engu að treysta þegar íslenska veðrið er annars vegar. Ég er að velta því fyrir mér að fara í fíflastríð, að vísu eru öll stríð fíflaleg en þetta stríð mitt felur í ekki í sér neitt mannfall. Nema ég hrökkvi þá sjálf uppaf, við að reyna að útrýma fíflunum af lóðinni okkar. Ég er voða duglega að slá lóðina og það er jákvætt, en þegar ég er búin að því, koma fíflarnir ennþá betur í ljós og það er neikvætt. Mér finnst allt fallegt í sól og að sjá heilu túnin og brekkurnar skærgul af fíflum finnst mér æðislegt, en þeir verða þá að vera bara þar, annars finnst mér þeir alls ekkert fallegir. Að hugsa sér, að vakna á mánudagsmorgni og hafa ekkert annað áhyggjuefni í deginum en fíflana á lóðinni, það eru auðvitað bara forréttindi. Ég hef líka alltaf litið á sjálfa mig sem dekurbarn tilverunnar og það er í alvöru talað, ekki vottur af hroka í þeirri fullyrðingu. Auðvitað hefur ýmislegt komið fyrir í lífi mínu sem ég hefði viljað hafa öðruvísi en samt finnst mér þetta, svona heilt yfir. Ég á heilbrigð og yndisleg börn og barnabörn og það eitt og útaf fyrir sig er mesta heppni sem fólki getur hlotnast, fyrir utan allt annað gott sem virðist bara detta beint upp í fangið á mér, án þess að ég þurfi neitt að hafa fyrir því. Ég hugsa það þannig, að einhverntímann hljóti ég að hafa gert eitthvað gott einhversstaðar, til þess að eiga það skilið að vera svona heppin. Kannski lýsir þetta hinni mestu eigingirni, en er samt ekki meiningin. Eigið góðan dagSmile  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Man ekki hvað ég ætlaði að skrifa um,eitthvað í sambandi við að þegar fíflunum er farið að fjölga í kringum mann,þá dregur mar fram haglarann,nei eitthvað annað

Birna Dúadóttir, 11.6.2007 kl. 12:01

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Það er sjónarmið út af fyrir sig, þetta með haglarann

Jónína Dúadóttir, 11.6.2007 kl. 12:33

3 Smámynd: Erna Evudóttir

Fíflin nei fíflarnir eru sá baggi sem þú verður að bera þegar þú ferð ekki yfir ána eftir vatni þar sem grasið er ekki grænna hinumegin, bara meira af fíflum

Erna Evudóttir, 11.6.2007 kl. 15:59

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Erna mín, ég skal láta þig vita þegar mér tekst að lesa úr þessuEkki misskilja mig samt, þetta er SVO gáfumannalegt

Jónína Dúadóttir, 11.6.2007 kl. 17:50

5 Smámynd: Erna Evudóttir

Já þetta er eins djúpt og minn steikti heili leyfði, er svaka erfitt að hugsa í þessum hita, sérstaklega þar sem ég fékk þá frábæru hugmynd að labba heim úr vinnunni í dag, tekur ca hálftíma og ekki skuggi neinsstaðar á leiðinni

Erna Evudóttir, 11.6.2007 kl. 18:09

6 Smámynd: Birna Dúadóttir

Gevöð þið eruð svoooo vitrar

Birna Dúadóttir, 11.6.2007 kl. 18:56

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Æi takk, Jóka sagði að við værum asnar

Jónína Dúadóttir, 12.6.2007 kl. 06:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband