Samviskan sagði mér....

....að kolefnisjafna bílana mína. Það er nýjasta íslenska tískan og ég sem hef alltaf lagt ofuráheyrslu á að fylgja tískunni.... Nei, mér líkar þessi hugmynd, það er verið að gera eitthvað í umhverfismálunum með þessu, kannski er þetta lítið, en margt smátt gerið eitt stórt. Þannig að ég, sem meðábyrgur heimsborgari og bíleigandi, skellti mér inná síðuna kolviður punktur is og ætlaði að vera með. En, eins og svo oft hefur komið fyrir mig áður, fékk ég ekki að vera með af því að ég á ekki kreditkort og nota það þar af leiðandi ekki, bara debetkort. En þarna gat ég bara fengið að kolefnisjafna bílinn minn með kreditkorti, það er sem sagt ekki hægt með alvöru peningum, bara með loforði um peninga. Ég fékk nú samt að vita, að til þess að kolefnisjafna stóra jeppann þarf að planta trjám fyrir 5.800 krónur á ári, það var samt ekki tekið fram hversu margar plöntur það eru. Jæja, fyrst ég fékk ekki að vera með fór ég og keypti trjáplöntur og ákvað að gera þetta bara sjálf. Byrjuðum á að versla nokkrar birkiplöntur, sem vantaði inn í trjáröð meðfram heimreiðinni og svo á ég sjálf einar 20 reyniviðarplöntur sem ég er búin að fóstra í 2 ár, þær voru bara um 5 cm háar þegar ég fékk þær, en eru orðnar um og yfir 20 cm, flestar. Þær hljóta að teljast með þó ég hafi ekki keypt þær. Við sem sagt kolefnisjöfnuðum um það bil einn og hálfan bíl í gærkvöldi, en þá var moldin búin. Mér telst svo til að líklega séum við búin að kolefnisjafna bílana okkar í ein 5 ár, við höfum alltaf  gróðursett þó nokkrar trjáplöntur á hverju ári hérna í fjallinu. Við erum í góðum málum trallalallala! Eigið góðan dag í öllu sem þið takið ykkur fyrir hendurSmile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Ætlar þú svo að gera eins og frakkarnir,hjóla nakin um Hliðarfjallið,til að vekja athygli á umhverfismálunum.Go Ninna

Birna Dúadóttir, 13.6.2007 kl. 11:35

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ætli ég yrði ekki frekar í frakka og trítlaði hér eitthvað í fjallinu

Jónína Dúadóttir, 13.6.2007 kl. 11:52

3 Smámynd: Erna Evudóttir

Sniðugt, þarna lærði ég nýtt orð, kolefnisjafna eða var það kannski jafningur, en í alvöru þetta er sniðugt, hér held ég að fyrirtæki geti keypt "útsleppsréttindi" veit ekki alveg hvernig það virkar en er víst gott fyrir umhverfið

Erna Evudóttir, 13.6.2007 kl. 13:36

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Það er sama meiningin með því. Kolefnisjöfnunarútsleppsréttindi er dásamlegt orð

Jónína Dúadóttir, 13.6.2007 kl. 15:39

5 Smámynd: Birna Dúadóttir

Arg þetta var of mikið fyrir mig,veriði bara eins og hann þarna Wat-son,eða Jón-son,ég skil ekki baun í bala.Ekki það að ég láti mér það ekki í léttu rúmi   liggja.Og ef við skoðum það nánar,hverjum datt í hug að koma með svona samlíkingar

Birna Dúadóttir, 13.6.2007 kl. 20:26

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Það voru þínir prívat og persónulegu forfeður sem fundu þetta allt saman upp. Fatta ekki alveg þetta með létta rúmið.....

Jónína Dúadóttir, 13.6.2007 kl. 22:25

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Já, það er sniðugt, fæ mér eitt svoleiðis

Jónína Dúadóttir, 14.6.2007 kl. 07:00

8 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

Ég er einmitt með svona, nema hérna úti heitir þetta bara VISA, ekki Visa plús. En er bara eins og debetkort nema ég get verslað á netinu!

Jóhanna Pálmadóttir, 16.6.2007 kl. 09:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband