Þegar ég fór á fætur í morgun, á frekar óguðlegum tíma að flestra mati, var aldrei þessu vant, tveggja stafa hitatala á hitamælinum mínum hérna í fjallinu og sól. Dásamlegt fram til hálftíu þá var himinninn orðinn alskýjaður og farnir að detta regndropar og hitinn á mælinum hafði lækkað sjáanlega. Ég er ennþá í kolefnisjöfnun í einkaframtaki, en ég nenni ekki að vera úti og planta í rigningu. Það þarf nefnilega að grafa holur með stunguspaða og ég er svo lengi að því, eiginlega bara með einn og hálfan fót í dag. Mér tókst sko, síðdegis í gær, að hafa viðgerða fótinn minn akkúrat á þeim stað sem risastór steypuklumpur ákvað að leggja sig. Ég segi risastór, af því að allt sem er of þungt til að ég geti lyft því, heitir í mínum huga risastórt. Þessi steypuklumpur var sko sementspoki í sínu fyrra lífi, var úti í allan vetur, blotnaði margsinnis í gegn, harðnaði svo og er voða þungur. Meiningin var að fara með hann niður á gámasvæðið og losa mig við hann þar. Ég bakkaði bílnum upp að stéttinni, opnaði afturhurðina og réðist að sementspokanum og hugðist vippa honum upp í bílinn. Það bara gat ég ekki, en svona rétt til að gera eitthvað, velti ég honum í staðinn ofan á fótinn á mér og auðvitað þann sem ekki má við neinum skakkaföllum, enn sem komið er. Mikið hrikalega, svakalega, agalega, óskaplega, hryllilega var það vont. Bara að sýnast núna með öll þessi dönnuðu lýsingarorð, þetta eru alls ekki sömu orðin og ég notaði. Mér tókst ekki að eyðileggja neitt í fætinum á mér, með þessu brölti mínu, að mati læknisins sem ég neyddist til að heimsækja niðri á slysadeildinni, marið og bólgið og "Æi, reyndu nú að vera til friðs í nokkra daga"var greiningin sem ég fékk. Það sér ekki á sementspokanum. Eigið góðan dag og farið varlega

Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.