Að fá eða fá alls ekki...........

Aldrei hef ég skilið hvernig fálkaorðunni er úthlutað. Í langflestum tilvikum virðist fólk vera verðlaunað fyrir að hafa mætt í vinnuna sína, sem það fékk borgað fyrir að vinna. Örfáar undantekningar virðast nú samt vera þarna og þá er sagt að viðkomandi fái skrautið fyrir óeigingjarnt starf í þágu einhvers málefnis, sem þýðir þá sjálfboðastarf. Þeir sem eru verðlaunaðir fyrir vinnuna sína eru svo sem ekkert sagðir eigingjarnir, en ekki heldur tekið fram að þeir séu óeigingjarnir. Skyldi einhvern tímann koma að því að lesa megi eftirfarandi texta í fjölmiðlum: Jónína Dúadóttir gistiheimiliseigandi fékk fálkaorðuna fyrir verulega eigingjarnt starf í þágu ferðaþjónustunnar á Íslandi.( Ég fór út í þennan rekstur til að hala inn peninga handa sjálfri mér og mínum, en ekkert af því að ég hafði svo miklar áhyggjur af því að túristarnir þyrftu að fara til einhvers annars lands til að fá að gista). Eða, Jónína Dúadóttir, starfsmaður heimaþjónustu fékk orðuna fyrir störf sín að málefnum aldraðra og öryrkja. Það væri nú ferlega asnalegt, vegna þess að þó ég sé góð við aðstoðarþegana, annað er nú svona yfirleitt ekki hægt, þá er ég sko alls ekki í þessari vinnu af neinni hugsjón, ég er á góðu kaupi ! Mig vantaði vinnu, frétti að vantaði í heimaþjónustu, sótti um á mánudegi og var byrjuð að vinna strax klukkan 8 á miðvikudagsmorgni, fyrir rétt rúmum 9 árum. Síðan þá hef ég oft og mörgum sinnum verið komin með æluna upp í háls, vegna "starfa minna að velferðarmálum aldraðra og öryrkja", en það  hefur þá oftast verið passlega rétt fyrir sumarfrí. Svo hef ég líka, bara alls ekkert nennt að standa í því að vera að skipta um vinnu. Eigið góðan dagSmile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband