Svona er þetta bara :-)

Mér finnst alltaf svolítið fyndið þegar ókunnugt fólk reynir að vaða yfir mig á skítugum skónum. Nú á ég og rek gistiheimili og umgengst allskonar fólk. Stundum er yfirgangurinn sjálfsagt sprottinn af fáfræði en yfirgangur samt og fullorðið fólk ætti að vera búið að ala sjálft sig upp í smá kurteisi, þó ekki væri nema til að nota spari. Ég er með þeim ósköpum gerð að vera allgerlega laus við alla þjónslund, sumir mundu segja að það passaði ekki við gistiheimilisrekstur, en bíðum nú við. Þó ég reki gistiheimili og fái tekjur af því, að fólk komi hingað og gisti, þá er ég samt engin ruslafata fyrir dónaskap annarra. Ég er líka vandlát á hvaða fólk fær að gista hérna, ég vil til dæmis ekki fólk sem ætlar að fara út á djammið, frekar hef ég húsið mitt tómt. Þetta hljómar vissulega eins og ég sé gömul, öfundsjúk og beisk piparjúnka, en það er svo langt frá þvíWink Reynslan er bara búin að kenna mér svo margt sem ég vil ekki fyrir nokkurn mun fá endurtekið. Síðasta sunnudagskvöld hringdi maður, með söng og allskonar hávaða í bakgrunninum og spurði um verðin hér fyrir fjóra og ég sagði honum allt um þau. Andartaki seinna hringdi hann aftur og þá spurði hann hvort það væri eldhús og sturtur hérna og ég játaði. Um hálfeitt leitið sama kvöld, þá var ég sofnuð, hringir hann svo í þriðja sinn og segir að þeir séu mættir hérna fyrir utan. Ég spurði hann um nafn og hvort hann ætti pantað og hann svaraði því til að hann hefði hringt tvisvar fyrr um kvöldið. Já ég sagðist muna það, en ég mundi líka að hann hefði ekkert pantað, bara spurt. Heyrðu þú ert örugglega með laus herbergi handa okkur, ég þarf sko ekkert að panta neitt, ég á nóga peninga, argaði dóninn í símann. Ég glotti svo andstyggilega að hann hlýtur að hafa heyrt það í gegnum símann og sagði hátt, til að yfirgnæfa lætin á bak við hann: Því miður góði, það eru engin herbergi laus hjá mér, sérstaklega ekki fyrir fólk sem ætlar að ryðjast inn um miðja nótt og á þar að auki ekki pantaðDevil Svar mitt bergmálaði í hálftómu gistiheimilinu mínu, ég slökkti á símanum og svaf vært til morguns. Eigið góðan dag Smile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband