Það var aldrei þessu vant ekki þoka hérna í Slow town, þegar ég vaknaði í morgun. Það var sól og 11 stiga hiti, meira að segja hérna uppi í fjalli. Það vantar rigningu, laufin á runnunum mínum eru byrjuð að skrælna. Það bólar ekkert á hitaveitunni ennþá, hún átti að koma í vor. Ég tel að vorið sé búið. Nýi stofuglugginn minn er sagður vera kominn til landsins, bara ekki hingað. Hann virðist vera í besta yfirlæti í gámi, á bryggju, í Borg óttans. Kannski meira fjör þar en í vegg, á húsi, uppi í fjalli, norður í landi. Þolinmæðin þrautir vinnur allar er sjálfsagt alveg rétt og líka þetta með að góðir hlutir gerist hægt og allt það en það eru samt alltaf einhver takmörk fyrir þolinmæðinni minni, því miður. Mig vantar að geta klárað stofuna okkar, helst áðan. Ég er að vinna líka kvöldvinnu þessa viku og svo er nóg að gera í gistiheimilinu á þessum tíma árs. Vinna, éta, sofa, það eru einkunnarorð þessara daga fram að sumarfríi. Bíð eiginlega í ofvæni eftir sumarfríinu mínu, bara 21 vinnudagur þangað til, ég tel ekki helgarnar með af því að þá eru dagarnir svo margir. Rassvasasálfræði Ninnu litlu. Allir bloggvinir mínir eru horfnir af yfirborði jarðar eða þá að geimverur hafa rænt þeim. Það eru örugglega engar aðrar skýringar á því að það bólar ekkert á neinum þeirra. Ekki að þeir séu í sumarfríum eða bara nenni ekki að blogga, það er allt of venjulegt. Erna litla systir mín er komin til landsins frá Svíþjóð, kemur norður á morgun held ég og verður hér hjá mér með 4/5 af börnum sínum. Það verður eingöngu gaman. Nú er mál að finna gullfiskana og vökva runnana og gera þetta að góðum degi í alla staði. Eigið líka góðan dag

Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ Ninna er enn á suðvesturhorninu en kem norður á laugardaginn með flugi, fer frá Borg óttans kl. 15.45 og verð þá sennilega komin til Slow Town um hálf fimm!Sjáumst!
Erna Evudóttir, 20.6.2007 kl. 17:01
Flott, sjáumst
Jónína Dúadóttir, 21.6.2007 kl. 09:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.