Ekki drepa líkið, það má ekki!

Dagurinn hjá mér byrjar á kaffibolla og fréttunum á vísir.is og mbl.is. Ég varð margs vísari í morgun við lesturinn, eins og oftast áður. Ég vissi til dæmis ekki að það er saknæmt að reyna að drepa lík og ef einhver ætlar nú að myrða einhvern með eitri, en tekur feil á, segjum maisenamjöli og arseniki, þá má samt sem áður, setja þann hinn sama í fangelsi. Vá, ekki vildi ég vera lögfræðingur. Það er ekki nóg með að þeir verði að læra hvað er glæpur, þeir verða líka að geta gert greinarmun á því hvað er næstum því eiginlega nokkurnveginn samt glæpur eða þannig... Allt of flókið fyrir minn litla heila. Ég læt mér nægja að ég þykist vita nokkurnveginn hvað má gera og hvað ekki í hinu daglega lífi og er fegin að það skuli virkilega vera til fólk sem tekur að sér að læra allt hitt, sem má kannski jafnvel gera eða ekki samt..... Nú verðið þið að hafa mig afsakaða, því að ég ætla að fara að gera eitthvað af viti og að sjálfsögðu bara það sem má gera. Eigið góðan dagSmile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Evudóttir

Þú ert snillingur, sjáumst seinna í dag!

Erna Evudóttir, 23.6.2007 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband