Hægið á !

Mikið svakalega varð ég reið þegar ég las um unga fólkið sem var í kappakstri í Borg óttans og liggur núna stórslasað á sjúkrahúsi, eftir árekstur við hús. Er ekki einu sinni hálf hugsun í kollinum á þessum ólukkans vitleysingum ? Þurfa þau endilega að læra af eigin reynslu að þetta er hættulegt, geta þau ekki látið sér nægja að læra af öllum þessum hræðilegu slysum, sem eru búin að eiga sér stað í umferðinni undanfarið, einmitt af völdum ofsaaksturs ? Auðvitað hlýtur maður að reka sig á í lífinu, annað er ekki hægt, en þarf maður að leika sér að því ? Skyldi reynsla þessara stórslösuðu ungu brjálæðinga kenna einhverjum eitthvað, öðrum en þeim sjálfum ? Það ætla ég svo sannarlega að vona ! Eða ætli við þurfum að lesa um fleiri svona ofsaakstursslys á næstunni ? Ég óska þess heitt og innilega að þau nái sér að fullu og einu afleiðingarnar af þessu slysi verði þær, að þau læri af þessu og láti sér aldrei detta í hug endurtaka neitt í líkingu við þetta í framtíðinni. Eigið svo góðan dag og í Guðanna bænum hægið á ykkur í umferðinniSmile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Vona að blessað fólkið nái sér,Skil ekki svona vitleysu.Ertu komin með sænsku fjölskylduna til þín.Þau eru æði

Birna Dúadóttir, 23.6.2007 kl. 20:35

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Já þau eru komin og alveg rétt þau eru æðisleg Ég var að vona að þú mundir koma líka

Jónína Dúadóttir, 23.6.2007 kl. 22:14

3 Smámynd: Birna Dúadóttir

Uss ég fer að vinna á mánudaginn,huuuundleiðinlegt

Birna Dúadóttir, 24.6.2007 kl. 03:29

4 Smámynd: Jens Guð

  Ég veit ekki hvernig hægt er að koma unglingum í skilning um að bílar eru ekki leikföng heldur hættuleg og varasöm farartæki.  Slys og óhöpp af þessu tagi eru unglingum svo fjarlæg.

  Ég held að eitthvað vanti upp á að nógu skýrum skilaboðum sé komið á framfæri í ökunáminu.  Eða kannski er bara ekki mögulegt að koma vitinu fyrir óþroskað fólk á þessum aldri.

Jens Guð, 25.6.2007 kl. 08:00

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þurfum kannski að byrja mun fyrr að reyna að fræða og kannski líka hreinlega að hræða þau. Við hræðum börnin okkar á sjónum til dæmis...

Jónína Dúadóttir, 25.6.2007 kl. 09:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband