Góður vinur minn er ekki ánægður í hjónabandinu með konunni sinni. Hann segist samt elska hana jafnmikið og áður, en segir að hún vilji bara svo lítið kynlíf núorðið og þá er að hans sögn, sambúðin bara búin. Eitthvað brengluð lífssýn ? Nú vill svo til að ég veit að konan hans til margra ára, elskar hann mjög mikið, það leynir sér ekkert og hún segir söguna svolítið öðruvísi, það sé eiginmaðurinn, sem virðist eitthvað vera að missa áhugann á rómantíkinni í þessum hluta sambandsins. Ok, það gerist, fólk eldist eða vinnur of mikið og er þreytt og svo geta td áfengisdrykkja og lyf, eins og hjartalyf ýmiskonar, haft letjandi áhrif eða blessað fólkið hreinlega man ekki eftir því að hjónabandið er eins og gamalt hús, til að það sé í lagi, þarf alltaf að vera að gera við það. Og svo má líka komast yfir ýmislegt, ef fólk elskar hvort annað. En þessi góði vinur minn virðist hafa alveg einstaklega misheppnaðan hjónabandsráðgjafa. Sá hefur það nú samt ekki að atvinnu, þetta er eingöngu sjálfboðavinna og eftir að hafa heyrt aðal og að því er virðist, einu ráðleggingu þessa sjálfskipaða hjónabandsráðgjafa, þá sýnist mér að hann ætti að gera eitthvað allt annað en að ráðleggja vinum sínum í viðkvæmum hjónabandsmálum. Hann ráðlagði ekki þessum vini mínum að ræða málin við eiginkonuna og prófa, þó ekki væri nema einu sinni, að vera þá algerlega edrú. Vandamál verða aldrei leyst undir áhrifum áfengis. Og ekki datt "ráðgjafanum" heldur í hug að spyrja vin minn að því, hvort eitthvað af vandanum gæti mögulega legið hjá honum sjálfum, hvort það væri möguleiki að hann gæti og/eða þyrfti að laga eitthvað til hjá sjálfum sér. Nei, ekkert af þessu, ráðleggingin var ekki að reyna að leysa neitt, ekki að ræða neitt, ekki að reyna neitt, hún var einfaldlega þessi : þú verður þá bara að fá þér hjákonu ! Mér datt í hug, að sá sem á svona vini, þarf alls ekkert að eiga neina óvini. Eigið góðan dag

Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Leitt að heira með vin þinn Jónína.Æi málið er auðvitað erum við tilbúin að koma til móts hvort við annað maður setur ekki nýtt vín á gamla belgi og auðvitað er hjónaband mikil vinna samhliða mikilli vinnu til að endar nái saman og nú á dögum þarf jú að mestu 2 fyrirvinnur á heimili og hraðinn og spennan er að fara með okkur öll.Svo verðum við að muna að Ráðgjafar eru jú líka bara fólk eins og við með sinn eigin vanda og hver segir þótt einhver sé ráðgjafi hafi hann endilega rétt fyrir sér.Hjónabandið er og verður heilög stofnun í augum guðs,við höfum bara fjarlægst guð svo mikið undan farið að við erum ekki lengur tilbúin að gefa neitt eftir til að þjóna sjálfinu og egóinu okkar.Það þarf tvo í tangó og maður kona eitt hold,í mínum skilningi er það að deila saman öllu konan á að vera minn besti vin sem og minn sálufélagi og þar með verð ég að trúa og treysta henni fyrir öllu í mínu lífi og auðvitað ætlast ég þá til hins sama af henni.En hægara sagt en gert ekki satt og hvað viljum við úr lífinu fá er oft erfið spurning.Ég vil allann pakkann og auðvitað hamingju eins og við flest og til að öðlast hana verð ég að hafa fyrir hlutunum ekkert gerist án vinnu og fúsleika til að breyta rétt.
Takk fyrir fælinn þú ert fær penni og ég kann að meta slíkt gangi þér allt í haginn og ég vona að vinafólk þitt geti haldið hjónabandi sínu kveðja Úlli.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 25.6.2007 kl. 08:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.