Með mínu leyfi !

Ég las mjög góða færslu hjá bloggvini mínum Rannug, um fordóma, endilega kíkið inn á síðuna hans. Hann hefur eins og ég og fleiri, fordóma gagnvart fordómum. Annars þegar ég fer að hugsa um það þá hef ég náttulega fordóma gagnvart rosalega mörgu. Vondu fólki, óheiðarleika, heimaræktaðri heimsku, snjó og fleiru og fleiru..... Ég nefnilega skil ekki tilganginn með neinu af þessu. Það þarf í rauninni enginn að vera vondur eða óheiðarlegur, ef viðkomandi vill það alls ekki, smásjálfsrýni gæti dugað eitthvað gegn heimskunni, sérstaklega ef hún er ekki meðfædd, en ég veit ekkert hvað er hægt að gera í þessu með snjóinn. Svo fyrst ég er farin að auglýsa fordóma mína, þá get ég alveg eins bætt við að ég hef fordóma gagnvart fólki sem nennir ekki að vinna í sjálfu sér og veður áfram í lífinu eins og skynlausar skepnur. Að halda því fram, að maður geti ekkert gert að því, þó maður fari í fýlu og móðgist í tíma og ótíma, það er fáránlegt. Auðvitað er hægt að laga það, vilji og smá hugsun er allt sem þarf. Ég ræð því sjálf hvort ég móðgast eða ekki, sem sagt : Það móðgar mig enginn, nema með mínu leyfi ! Og þessari setningu stal ég auðvitað. En það fyndna er, að fólk sem móðgast í tíma og ótíma áttar sig ekki á því, að það ER auðvitað að stjórna því sjálft ! Það kýs bara að móðgast í stað þess að móðgast ekki ! Og þá eru nú hæg heimatökin að snúa því bara við, ef ekki fyrir það sjálft, þá endilega fyrir okkur hin sem þurfum að umgangast það !?! Og þeir taka það til sín sem eiga það. Eigið góðan dagSmile   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband