Æi, núna urrar hún aðeins !

Á árum áður bjó ég með ágætismanni og átti með honum börnin mín þrjú. Við skildum eftir 18 ára sambúð af því að hann drakk allt of mikið og ég kunni auðvitað ekki að takast á við það. Það tók mig  nokkur ár að átta mig á því, að það var ekki mér að kenna að hann drakk. Ef ég hefði getað látið hann drekka, þá hefði ég alveg eins átt að geta látið hann hætta að drekka, en það gat ég auðvitað ekki. Í dag lifir þessi maður edrú lífi, með konu og ungum syni og hefur ekki smakkað áfengi í rúman áratug, hann stendur sig vel. Meðan hann var og hét, drakk hann svona nokkurnveginn daglega og það var verulega slæmt, en það eru til menn sem drekka bara um helgar og það getur í ofsalega mörgum tilvikum verið alveg jafn slæmt. Ég þekki vel til þess að helgardrykkjan þykir bara hið besta mál og það er í raun bara lifað fyrir helgarnar. Rétt skrölt í gegnum vinnuvikuna og öll tilhlökkunin í lífinu snýst um fyrsta glasið á föstudagskvöldinu, agalegt að lenda í að þurfa að vinna á laugardegi, skal ég segja ykkur. Svo er næstum allt drukkið, bara ef það inniheldur nógu mikið alkohól, en þá er ég nú samt ekki að tala um kardimommudropana og rakspírann. Ég er að tala um fljótfærnislega og illa unninn, ógeðslegan landa, með hræðilegri lykt og enn verra bragði. Það er opinbert leyndarmál að fólk býr til sinn eigin landa, ég er ekkert að kjafta frá einhverju sem enginn vissi áður. Nú er ég ekki fanatísk á áfengi og fæ mér í glas þegar mér sýnist, en ég get líklega aldrei orðið almennileg fyllibytta, vegna þess að mér er alls ekki sama hvað ég set ofaní mig. Það verður að vera gott á bragðið og það verður að vera í hófi og það verður að vera í fámennum, góðum og rólegum félagsskap.  "Um-hverja-helgi-drykkjan" líkist mest kappdrykkju, sem undantekningarlaust leiðir af sér öskur og læti, rifrildi, vesen og alls konar vandamálastríð. Að verða vitni að þessu, hvað eftir annað, er á góðri leið með að gera mig að bindindismanni/konu. Og hafiði það. Eigið góðan dagSmile 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

MMMMMMMM vel unninn landi,ég fæ bara vatn í munninn.Maðurinn sem býr með konunni sem eignaðist barn með manninum sem klifraði upp í tréð sem var fyrir utan húsið hennar til að komast inn til að barna hana líklegast,framleiddi eðal landa.Ég fæ ennþá jólakort frá þeim og þau að sjálfsögðu frá mér.Skál

Birna Dúadóttir, 27.6.2007 kl. 12:42

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hí hí skál heillin

Jónína Dúadóttir, 27.6.2007 kl. 14:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband