Nýi stofuglugginn minn var pantaður frá útlöndum og átti að vera kominn til Borgar Óttans 8.júní. Það stóðst, en hann kom ekki hingað fyrr en í gær 27. júní, alla leiðina að sunnan. Ég var búin að hringja á hverjum degi og reka á eftir og allir auðvitað búinn að fá rækilegt ógeð á mér, ég hringdi síðast í fyrradag. Nei, sko, þeir höfðu bara ekki mannskap í að opna gámana, hvað þá að losa þá, beið bara fullt af öðrum gámum og svo framvegis. Og ég svona lítill viðskiptavinur, bara með einn ræfils glugga, það færi nú enginn að svitna yfir því. Og það var bara alveg ómögulegt að segja nokkuð til um hvenær væri hægt að eiga von á honum. Þessi svör fékk ég seinnipartinn í fyrradag, en í hádeginu í gær, ekki einu sinni fullum sólarhring seinna, hringir maður og segir mér að glugginn sé kominn til Slow town og ég verði að sækja hann ekki seinna en strax. Ég var auðvitað alveg svakalega ánægð, en setti samt upp smá hundshaus og hélt að mér og öðrum að meinalausu hlyti hann að mega bíða í 3 tíma eða þangað til við værum búin að vinna, ég væri búin að bíða í tæpar 3 vikur. Mér þykir þeir aldeilis hafa spýtt í lófana sunnanmenn eða kannski farið eftir minni hugmynd og ráðið bara fleiri menn. Allavega við sóttum gluggann og hann er kominn í, til bráðabirgða. Við þurftum að stækka gatið á veggnum af því að gamli glugginn er minni. Og vegna þess að það hentar alls ekki í þessu íslenska sumri okkar hérna, að hafa gatið á veggnum opið yfir nóttina, þá bara skelltum við glugganum í, í gærkvöldi. Opið gat ?! Jæja... Glugginn er þó allavega kominn og loksins getum við farið að klára stofuna og ég hef þá ekki fleiri afsakanir fyrir því að þrífa ekki hérna inni. Eigið góðan dag

Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góðir hluuuuutir geeeerast hæææægt
Birna Dúadóttir, 28.6.2007 kl. 11:31
Þvílíkt gluggavandamál!
Gunnar Helgi Eysteinsson, 28.6.2007 kl. 21:37
Glugginn er kominn í og það var ekkert vandamál og gerðist sko ekkert hægt neitt, nú á bara eftir að klára í kringum hann.
Jónína Dúadóttir, 28.6.2007 kl. 22:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.