Mikil er mæðan...........

Vitiði að það má náttulega móðgast yfir ölluFrown Ef kötturinn fær að borða á undan mér, ef maki minn horfir á eitthvað í sjónvarpinu sem mér finnst ekkert skemmtilegt, ef það er brauðendi með brauðsneiðinni í pokanum þó ég borði samt alltaf bara eina brauðsneið í morgunmat, ef mér er sagt að einhver leiðinlegur maður sem ég þekki sé líka virkilega leiðinlegur bloggari, ef maki minn fer ekki inn í rúm um leið og ég, ef maki minn kemur fram við börnin mín eins og fjölskylduna en ekki ókunnugt fólk með uppgerðarkurteisinni og öllum þeim pakka, ef kaffið er ekki af réttri tegund, ef maki minn klárar hangikjötsáleggið sem ég ætlaði að borða sjálf, ef maki minn passar sitt barnabarn en ekki mín þó þau séu ekki einu sinni hérna megin á landinu, ef kaffið er of sterkt, ef ég fæ "það" ekki á hverju kvöldi og get þá ekki grobbað mig af því, þó ég hafi samt lesið í Vikunni eða í Séð og heyrt að það eigi að vera svona oft, ef maki minn hefur meira kaup en ég, ef mér er sagt að ég gangi illa um þegar ég geng illa um, ef mér er ekki hælt með réttum orðum það gæti nefnilega verið að meiningin væri einhver önnur þó það sé nú samt ekki líklegt en bara svona "til öryggis", ef kaffið er of sterkt, ef maki minn er ekki ánægður með að þurfa að sitja með mér yfir barnabörnunum mínum á laugardagskvöldi og horfa á endalaust barnaefni, ef maki minn er ekki nógu duglegur að taka upp myndavélina þegar mín barnabörn koma í heimsókn þó að mér detti það nú samt aldrei í hug sjálfri.... Það er auðséð að það er varla hægt að búa með mér en, það má nú samt ekki skjóta mig Tounge Og/eða að ég þarf að eiga alveg ofsalega þolinmóðan og skilningsríkan maka og hann þarf virkilega að elska mig til að þola migWoundering En VÁ að ég skuli bara virkilega tíma að eyða lífinu í þetta. En engar áhyggjur þetta er ekki framhaldssaga, bara smásaga með óvissum endi. Eigið góðan dag og munið að móðgunargirni er frjálst val Smile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna Dúadóttir

Cool

Birna Dúadóttir, 29.6.2007 kl. 09:06

2 Smámynd: Erna Evudóttir

Ninni góður!

Erna Evudóttir, 29.6.2007 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband