Loksins kominn júlí og virkilega farið að hilla undir mitt langþráða sumarfrí. 20.júlí 2007 er dagurinn ! Það er búið að vera alveg frábært veður hér undanfarna 3 daga og eins og venjan virðist vera, þá er það skammturinn sem við fáum í bili og núna er líka komin þoka. Ja hérna hvað ég var alls ekkert farin að sakna hennar. Annars er það ekki alslæmt að hafa bara þoku þegar ég er að vinna, það er ekkert huggulegt við það að svitna við að ryksuga og þurrka af inni í íbúðum hjá gömlu fólki með sól og 20 stiga hita úti. Þá sé ég Langtíburtistan í hillingum og vil bara vera þar. Við erum ennþá að mála, síðasta herbergið í gistiheimilinu með dökkbláa litnum sem fyrri eigendur þessa húss virðast hafa haft í svakalegum hávegum. Það þarf að mála minnsta kosti 4 umferðir til að útrýma þessum lit og mér finnst alls ekkert ofsalega gaman að mála. Annars var ég að hugsa um það í morgun hvað ég hef það gott að vera uppi á þessum tíma en ekki fyrir 100 árum síðan og hafa öll þessi heimilistæki til að vinna fyrir mig. Það er uppþvottavél í gistiheimilinu og auðvitað líka hérna niðri hjá okkur. Einu sinni var okkar biluð í 2 daga og það voru alveg áhöld um hvort ég mundi lifa það af, þá var nefnilega spúsi minn í vegavinnu fyrir austan og ég þurfti alveg sjálf að sjá um að vaska upp ! Bara svona til að minna mig á að það er ekkert sjálfsagt í lífinu ! Nú ætla ég að skrölta upp og mála þriðju umferðina áður en ég fer í vinnuna. Eigið öll alveg svakalega góðan dag
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.