Í dag er fjórði í sumarfríi og ég er búin að gera heilmargt sem telst víst alls ekkert sumarfríslegt, þessa daga. Mér finnst það gaman. Við keyptum okkur skenk/kommóðu inn í nýju stofuna og af því að við verslum öll okkar húsgögn í RL Húsgögnum þá þurftum við að setja hana saman sjálf. Það tókst fyrir rest, en það sem ekki vantaði var sumt gallað og þurfti lagfæringar við, þannig að samsetningarferlið tók eitthvað um fjóra klukkutíma í allt, með tilheyrandi bölvi og ragni af og til. Ég er búin að taka mynd af skenknum við gluggann og setti hana í tölvuna en týndi henni svo af því að ég var kannski að flýta mér aðeins of mikið. Það kemur fyrir besta fólk
Ég missti líka gleraugun mín ofaní fiskabúrið í morgun þegar ég var að gefa fiskunum, kannski af því að ég var að flýta mér aðeins of mikið. Verð líklega að fara að vinda aðeins ofan af sjálfri mér fljótlega, ha... Núna er ég að fara að laga til í geymslunni okkar, svo að spúsi minn komist að til að pípa rörin fyrir ofninn í stofunni, þau liggja þangað inn. Það er meira verk að laga til svo hann komist að, heldur en að leggja rörin. En það hefst. 'Eg sé fram á að um næstu helgi verði íbúðin og umhverfi hússins orðið þannig að ég get farið að taka upp bókina og prjónana alveg án nokkurs samviskubits. Já, já, ég veit að það er mjög heimskulegt að hafa svoleiðis, en mér líður ekkert vel að setjast niður með bók eða prjóna þegar það er allt í drasli og drullu í kringum mig. Ég veit þið hélduð að ég væri fullkomin, en, nei ekki alveg
Eigið frábærlega góðan dag



Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.10.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú ert víst fullkomin, þetta með gleraugun í fiskabúrinu var bara góðmennska af þinni hálfu, þeir ætluðu að lesa Moggann
Erna Evudóttir, 25.7.2007 kl. 16:47
Ég ætla að laga til þegar ég er búin að lesa,næ þér seint í þessu og þó ertu mikið yngri en við Erna,aðallega Erna skilst mér hvernig sem við komum því heim og saman(ANDA)
Birna Dúadóttir, 25.7.2007 kl. 17:26
Sko gullfiskarnir mínir, sem ég man nú ekki lengur hvað heita, lesa Moggann með mér á netinu á morgnana
Birna mín spurðu bara hann Sæmund á mótorhjólinu( flott hjólið sem hann á) um þarna aldurinn og það. Hann var með þetta á hreinu
Jónína Dúadóttir, 25.7.2007 kl. 21:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.