Gafst upp seint á tólfta tímanum í gærkvöldi, að bíða eftir gestum sem ætla að vera hér á gistiheimilinu í nokkrar nætur. Það var orðið dónalega seint, fyrir minn smekk, "prinsessan á bauninni syndromið" kannski. Ég er A manneskja, fer snemma á fætur, af því að mér líður betur þannig og fer þar af leiðandi frekar snemma að sofa, ekki mikið seinna en ellefu helst. Mér finnst æðislegt að geta sagst vera A manneskja í einhverju. Að vísu fékk ég alltaf A og B í öllu í skóla, þangað til í 3. bekk í Gagganum, þegar ég komst á enn eitt mótþróaskeiðið í lífi mínu og þau eru búin að vera þó nokkur í gegnum tíðina. Ég hef ekki grænan grun um, hverju ég var svo sem að mótmæla þarna, með því að hætta að nenna að líta í skólabók. Það var ekkert að mér, ég var ekki þunglynd, ég var ekki í neinu sukki og svínaríi, ekkert meira en gekk og gerðist þá og ég átti frekar auðvelt með að læra. Ég bara hætti að læra, kannski bara af einskærri leti og ómennsku. Ég sótti ekki einu sinni einkunnirnar mínar þá um vorið. En það besta/versta er, að ég hef aldrei séð eftir því, af einhverjum ástæðum. Samt hef ég farið að átta mig á, svona á efri árum, að ég sé frekar eftir einhverju sem ég hef ekki gert, frekar en því sem ég hef gert. Ein af ástæðunum fyrir því gæti verið sú, að ég rembist eins og rjúpan við staurinn við að vera sæmilega góð manneskja og ef ég geri engum neitt, minnsta kosti ekki viljandi, þá þarf ég heldur ekkert að sjá eftir því. En, ef grannt er skoðað þá er þetta í rauninni bara hreinræktuð eigingirni og sjálfselska, ÉG reyni að vera góð við aðra svo MÉR líði vel ! Úps.. ætti kannski bara að hætta þessari naflaskoðun í bili og fara að hengja.... út þvott ! Eigið góðan dag í öllu brasi hvunndagsins
Flokkur: Bloggar | 26.7.2007 | 07:29 (breytt kl. 07:42) | Facebook
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.10.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er svo sannarlega BCD og E manneskja,Td í gærkvöldi fór ég að sofa um 2,ef það er þá hægt að segja svo.Fór að sofa 2 í nótt,vaknaði 7 í morgun.Var á svo skemmtilegu deiti sem var erfitt að ljúka snemma
Birna Dúadóttir, 26.7.2007 kl. 12:34
Varstu á deiti ? En gaman, hverra manna er´ann ?
Held heillin góð að þú sért bæði A og B manneskja, ekki reyna að fara neitt neðar í stafrófinu með það
Jónína Dúadóttir, 26.7.2007 kl. 13:13
Hárrétt hjá þér !
Því betri sem maður er við aðra, því betur líður manni.... fyrirtaks sjálfselska.
Anna Einarsdóttir, 26.7.2007 kl. 13:44
Hann eraddna manna mömmusinnar þesselska
Birna Dúadóttir, 26.7.2007 kl. 18:14
Segir mér allt, nú veit ég auðvitað hver þetta er
Jónína Dúadóttir, 26.7.2007 kl. 19:38
Blessuð vertu,ekkert spennandi,ég er að verða svo andsk... löt í þessum málum
Birna Dúadóttir, 27.7.2007 kl. 09:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.