Loksins þegar við erum nú búin að klára stofuna og laga svo vel til í stóru geymslunni að við gátum fært frystikistuna og frystiskápinnþangað inn, þá var náttulega ákveðið, eins og svo oft áður, að nú væri nóg komið af framkvæmdum. Bara eldhúsið eftir og það verður ekki snert við því á þessu ári og ekkert meira gert, nema gróðursetja allar reyniviðarplönturnar okkar sem eru í pottum hérna úti á pallinum og hafa það svo bara rólegt í öllum fínheitunum. Ætli við eigum ekki ca 40 plöntur, heill skógur á íslenskan mælikvarða.
En svo bara ekki óhætt að taka mark á neinu sem við segjum, við fórum og keyptum okkur markísu og settum hana upp fyrir ofan pallinn okkar, núna á föstudaginn. Búin að setja inn myndir. Um fimm leitið, sama dag, ákváðum við svo að skella okkur austur á Breiðumýri þar sem harmonikkufélög Eyfirðinga og Þingeyinga voru með mót, held ég það sé kallað, við erum sko meðlimir í Harmonikkufélaginu. Vorum komin af stað með tjaldvagninn, grillkjötið og sængurnar okkar klukkutíma seinna. Það var gott veður, fullt af skemmtilegu fólki og nikkurnar þandar af mikilli innlifun, gaman að sjá að unga fólkið hefur líka á huga á þessu skemmtilega hljóðfæri. Komum svo heim í gær, beint í góða veðriðhérna, fín helgi. Einhvertímann las ég, að ef ég væri meðlimur í hestamannafélaginu í Færeyjum, þá væri ég gildur limur í Ríðingafélagi Færeyinga, yndislegt tungumál, færeyskan. Eigið góðan dag


Flokkur: Bloggar | 29.7.2007 | 20:38 (breytt 30.7.2007 kl. 09:13) | Facebook
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.10.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú ert allavega í fullu gildi, ekki hægt að segja annað
!
Erna Evudóttir, 30.7.2007 kl. 08:26
Takk heillin, ertu búin að kíkja á nýustu myndirnar mínar ?
Jónína Dúadóttir, 30.7.2007 kl. 08:35
Gunnar Helgi Eysteinsson, 30.7.2007 kl. 09:54
Þetta er nú alveg stórglæsilegt hjá ykkur, flottur skenkur og enn flottari gluggi
Erna Evudóttir, 30.7.2007 kl. 16:12
Það er ekki að spyrja að þessum fjallabúum,alltaf að
Birna Dúadóttir, 30.7.2007 kl. 18:55
Nú er ég hætt, nenni ekki meiru. Að vísu þarf ég að klára ýmislegt sem sumir byrjuðu á og það er restin, svo sit ég og elda ekki og þríf ekki og margt og mikið fleira ekki, sem ég ætla að gera
Jónína Dúadóttir, 30.7.2007 kl. 23:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.