Aðdáandinn minn......

Ég á aðdáanda, það er víst megaflott að geta sagt það. Að vísu hefur mér aldrei fundist það vera atriði fyrir mig persónulega og alls ekki núna. Þessi aðdáandi minn er að gera mig vitlausa, hangir yfir mér öllum stundum og getur alls ekki látið mig í friði. Meira að segja þegar ég er háttuð inn í rúmi ! Hann er sífellt að snerta mig og það finnst mér bara ógeðslegt, maður veit aldrei hvar þeir hafa verið og með hverjum. Svo lítur hann alls ekkert vel út heldur, það er nú töluvert atriði þegar maður er að grobba sig af aðdáandanum að geta sagt að hann sé myndarlegur, er það ekki ? Það er ekki nóg með hann sé lítill og ljótur, heldur er hann svartur í þokkabót. Ég veit, ég veit, ég veit, kynáttafordómar eiga ekki rétt á sér og það er að mínu mati fáfrótt og ömurlegt fólk sem hefur þá, en núna sko..... ég bara get ekkert gert að því þó ýmiskonar fordómar skjóti upp kollinum. Ég hef brotið heilann um þetta núna í nokkurn tíma og er búin að sjá, að það eina sem ég get gert, til að losna við hann úr lífi mínu, er að drepa hann. Hafið mig afsakaða eitt augnablik...... Það tókst, ég drap hann, ég er nú ekkert ofsalega flink með flugnaspaðann skal ég segja ykkur, ég þurfti um það bil 30 æfingaárásir, áður en ég gat murkað úr honum líftóruna, en það tókst ! Núna ætla ég að fara og rétta við stólana og þurrka upp kaffið mitt, sem helltist niður þegar ég var að drepa fluguna.... Eigið góðan dagSmile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Hahahahahahaha 

Gunnar Helgi Eysteinsson, 31.7.2007 kl. 10:19

2 Smámynd: Erna Evudóttir

Já það eru bara við eldri systur þínar sem megum þakka fyrir ef einhver vill vera aðdáandi okkar, svona ungar konur eins og þú eru náttúrulega með þá í kippum og gerir ekkert þó að þú murkir úr einum líftóruna, fullt eftir

Erna Evudóttir, 31.7.2007 kl. 12:29

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Segðu mér ekkert af því góða, fór og fékk mér TVO brúsa af flugnaeitri

Jónína Dúadóttir, 31.7.2007 kl. 12:40

4 identicon

Sæl Ninna.Ég rakst á bloggid titt fyrir nokkru og hef gaman ad,tar sem tú er frábær penni.Ég á nokkra svona addádenda(tó færri í sumar,hvort tad er út af vedri hér eda aldri mínum) og murka ég miskunalaust lífid úr teim.

Leitt ad ég gat ekki komid med Ønnu um daginn,en vonandi sé ég tig í okt er árg,1957 hittast.Ég stefni á ad koma.Tad er gaman ad geta fylgst adeins med gømlum innbæingu á netinu og hæ Birna og Erna ef tid lesid tetta

Mæja(innbæingur) (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 15:26

5 Smámynd: Birna Dúadóttir

Omægooood,ég fékk kast,bjargaðir deginumMaður veit aldrei með hverjum þessir aðdáendur hafa verið

Birna Dúadóttir, 31.7.2007 kl. 15:29

6 Smámynd: Birna Dúadóttir

Sæl vertu Mæja.Alltaf gaman að heyra frá innbæingum.Kv Birna

Birna Dúadóttir, 31.7.2007 kl. 16:11

7 Smámynd: Erna Evudóttir

Hæ Mæja, innbæingar eru bestir! 

Erna Evudóttir, 31.7.2007 kl. 17:55

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sæl Mæja, gaman að heyra frá þér og takk fyrir hólið  Vonast líka til að sjá þig

Jónína Dúadóttir, 31.7.2007 kl. 18:17

9 Smámynd: Jón Hans

Ég keypti mér Geitungagildru í vor í Rúmfatalagernum og setti hana á eitt tréð úti í garðiðnum mínum setti í hana bláberjalíkjör búið til af bústýrunni minni og Hvað skeði??? þetta virkar hef ekki séð flugur í sumar hvorki inni eða úti, enn ég þarf að losa hana svona annað slægið því þeim finnst sennileg gott að fá sér í staupinu áður en þær drukkna.

Jón Hans, 31.7.2007 kl. 21:56

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Greinilegt að þú hefur frábæra bústýru

Jónína Dúadóttir, 1.8.2007 kl. 07:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband