Mér líður miklu betur núna !

Alveg frá því að ég man eftir mér, hefur mér og ofsalega mörgum sem þekkja mig, fundist ég vera hálf sauðaleg, utan við mig, gleymin, í öðrum heimi, bjöllungur, álfur út úr hól, annars hugar og svo framvegis. Í seinni tíð hefur mér stundum dottið í hug "kvarts"heimer og elliglöp ýmiskonar. Ég fer t.d. úr eldhúsinu, inn í stofu, til að gera eða sækja eitthvað og er búin að gleyma því þegar ég kem þangað, eftir alveg 3 metra labb skal ég segja ykkur. Þá þarf ég að fara aftur fram í eldhús og "ná í" hugsunina, það er engu líkara en hún hafi orðið eftir þar ! Ég get ekki sagt með sanni, að ég hafi nokkurn tímann haft áhyggjur af þessu, frekar gert grín af þessu af því að þetta hefur ekki skaðað neinn, getur samt verið leiðigjarnt, svona ef ég er mikið að flýta mér. En við lestur greinar á vísi.is eða á mbl.is, sem sé man ekki hvar, rann upp fyrir mér ljós í myrkrinu : ég er bara mjög eðlileg miðað við aðstæður. Ég hef greinilega fæðst með eitthvað sem kallast : Hómers-heilkennið. Hefði nú eiginlega viljað annað nafn á þetta, Hómer Simpson hefur aldrei verið í neinu uppáhaldi hjá mér, en maður getur aldrei fengið allt. Íslensk kona, prófessor í einhverju, hefur verið að rannsaka þetta fyrirbæri og fundið út að þetta er heilkenni, ekki sauðsháttur. Hún tók sem dæmi að maður setur tannkremið á hárburstann eða fer út í bílskúr til að sækja eitthvað en man ekki hvað, þegar á staðinn er komið. Ég kynnti mér ekkert þessa rannsókn, sá bara þetta tvennt og komst að raun um, að ég er líklega ekkert mjög illa haldin af Hómers-heilkenninu. Ég hef aldrei sett tannkremið á hárburstann minn, oj bara, og ég hef aldrei farið út í bílskúr og gleymt hvað ég ætlaði að ná í. Við eigum nefnilega engan bílskúr. Eigið góðan og blessaðan dagSmile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

 Ég er búinn að vera með Hómers heilkenni frá því ég fæddist

Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.8.2007 kl. 10:18

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Gott að vita að ég stend ekki ein

Jónína Dúadóttir, 1.8.2007 kl. 10:47

3 Smámynd: Birna Dúadóttir

Ég var alltaf þakklát fyrir að minn fyrrverandi mundi hvar hann átti heima þegar hann var búinn að vinna á daginn.Fólk er svo misjafnt

Birna Dúadóttir, 1.8.2007 kl. 16:39

4 Smámynd: Erna Evudóttir

Týni líka hugsunum á leiðinni úr eldhúsinu inn í stofu, ættgengt?

Erna Evudóttir, 1.8.2007 kl. 21:17

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Örugglega ættgengt, en Birna virðist nú samt ekkert vera með þetta heilkenni.........

Jónína Dúadóttir, 1.8.2007 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband